Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Prófessor við HÍ: „Get ekki hugsað mér að hefja enn annað starfsár á sama vinnustað“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Prófessorinn Sigrún Helga Lund hefur sagt upp starfi sínu sem prófessor í líftölfræði við HÍ vegna framkomu yfirmanna og skólastjórnenda.

Í færslu sem Sigrún Helga Lund, prófessor við Háskóla Íslands, birtir á Facebook í dag segir hún að hún geti ekki hugsað sér að halda áfram að vinna á sama vinnustað vegna viðbragða skólastjórnenda við kvörtun hennar yfir erfiðum samskiptum og kynferðislegu háttalagi yfirmanns hennar.

„Sumarið 2016 lýsti ég áhyggjum yfir erfiðum samskiptum og kynferðislegu háttalagi af völdum yfirmanns míns í starfsmannaviðtali. Engin viðbrögð fylgdu þeirri kvörtun, ástandið versnaði ört og þegar það var loks orðið óbærilegt svaraði ég fyrir mig og löðrungaði yfirmanninn. Þá fyrst brást Háskólinn við en á allt annan máta en mig óraði fyrir,“ skrifar hún meðal annars í færslu sína.

Sigrún kveðst hafa útvegað sönnunargögn um alvarlegt ofbeldi og einelti en að ekki hafi verið gerð tilraun til að rannsaka málið. Henni var þá skipað að fara í veikindaleyfi.

Þegar ég neitaði að hlýða var mér hótað áminningu sem HÍ neyddist þó til að láta niður falla enda málið allt á sandi byggt.

Sigrún segir þá frá því að hún hafi kært málið til siðanefndar háskólans og unnið málið. „Nú var málið komið í hendur rektors og í fyrsta sinn bærðist með mér von um réttlæti. Ég fékk fregnir af því að siðanefnd hefði fundað með rektor og beið spennt eftir að heyra nánar frá honum. Fjórir mánuðir liðu og á morgunfundi um jafnréttismál í hátíðarsal HÍ sagði hann: „Hér í Háskóla Íslands höfum við lagt áherslu á að hlusta á sögur kvenna, draga af þeim lærdóm og bregðast fljótt og fumlaust við.” En aldrei heyrðist neitt. Nú er nær hálft ár liðið síðan dómur féll, ekki stakt orð borist frá rektor og allt ástand óbreytt – ef ekki verra. Nú er svo komið að ég get ekki hugsað mér að hefja enn annað starfsár á sama vinnustað.“

Færslu Sigrúnar má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.

- Auglýsing -

Mynd / Háskóli Íslands

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -