Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Hvað ef nánustu aðstandendur eru ósammála um líffæragjafir?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hvað ef nánustu aðstandendur eru ósammála um líffæragjafir? Þessari spurningu og öðrum um líffæragjafir var varpað fram á hádegisfundi um Við gefum líf-verkefnið.

Á fundinum svörðuðu þau Jórlaug Heimisdóttir, verkefnisstjóri hjá landlækni, og Runólfur Pálsson, læknir, spurningum áhugasamra.

Á fundinum voru ýmsar hliðar líffæragjafa og líffæraígræðslu kynntar í tilefni af breyttum lögum sem taka gildi um áramótin og kveða á um að allir verði sjálfkrafa líffæragjafar, að undanskildum þeim sem hafa skráð sérstaklega andstöðu við að gefa líffæri.

Runólfur Pálsson sagði nú væri tilefni til að reyna að svara ýmsum spurningum sem kvikna í tengslum við líffæragjafir, til dæmis hvað gerist ef hjón eru ósammála um hvort eigi að gefa líffæri úr barni þeirra sem er undir 18 ára aldri. Hann hvetur fólk til að ræða málin við sína nánustu.

„Almennt séð hvet ég fólk til að ræða við sína nánustu um eigin viðhorf til líffæragjafa, svo þau liggi fyrir innan fjölskyldunnar. Menn geta vissulega skráð andstöðu við að gefa líffæri en reynslan sýnir að margir gera það samt ekki. Það er því til góðs í öllu tilliti að ræða málin og við ræðum málin alltaf rækilega við aðstandendur,“ sagði Runólfur meðal annars.

„Ég hvet líka þá sem eru efins um eða andvígir því að gefa líffæri að velta fyrir sér hvernig þeir myndu bregðast sjálfir við ef þeir stæðu frammi fyrir því að bjarga eigin lífi eða barns síns með því að þiggja líffæri. Ágætt er að velta upp þeirri spurningu gagnvart sjálfum sér.“

Nánar um fundinn á vef Embættis landlæknis.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -