Miðvikudagur 27. nóvember, 2024
3.2 C
Reykjavik

Hætti í læknisfræði fyrir leiklistina

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sem barn átti Lára Jóhanna Jónsdóttir sér þann draum að verða vísindamaður þegar hún yrði stór en villtist fyrir slysni inn í leiklistina. Frægð og frami heilla hana þó ekki og hún er alsæl með að lifa bara í hversdeginum.

Leikkonan Lára Jóhanna er skyndilega á allra vörum eftir frábæra frammistöðu í hlutverkum sínum í Lof mér að falla og Flateyjargátu. Hún segist þó aldrei hafa ætlað sér að verða leikkona, var búin með eitt ár í læknisfræði þegar hún komst inn í Listaháskólann.

Leiklistin togaði meira í mig, en ég var samt alls ekki viss og fékk upphaflega bara ársleyfi frá læknisfræðinni.

„Ég var búin með eitt ár þegar ég komst inn í Listaháskólann og hætti,“ útskýrir hún.

„Leiklistin togaði meira í mig, en ég var samt alls ekki viss og fékk upphaflega bara ársleyfi frá læknisfræðinni til að skoða þetta og komast að niðurstöðu um það hvort námið ég vildi. Þegar maður dettur svo inn í leiklistarskólann er það alveg hundrað prósent, það er ekkert pláss fyrir neitt annað. Leiklistin er svo ánetjandi, það er engin leið til baka. Maður var bara allan sólarhringinn að pæla í leiklist og hugsar ekkert um hvort maður vildi kannski gera eitthvað annað.“

Lára Jóhanna prýðir forsíðu nýjast tölublaðs Mannlífs sem kemur út á morgun. Lestu viðtalið við Láru í heild sinni í Mannlífi.

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -