Þetta hefur fólk á Twitter að segja um #klausturgate-málið svokallaða.
Undanfarna daga hefur umræðan á Twitter að miklu leyti snúist um gróf og móðgandi ummæli þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins sem náðust á upptöku.
Samræðurnar sem náðust á upptöku eru með ólíkindum og svörin sem þingmennirnir gefa eftir að upptakan rataði í fjölmiðla eru stórfurðuleg.
Landsmenn hafa fylgst undrandi með þróun mála og allir virðast hafa skoðun á því. Málið hefur verið kallað #klausturgate-málið á samfélagsmiðlum.
Hér fyrir neðan er lítið brot af því sem fólk hefur um málið að segja.
Eini hlutinn af upptökunni á Klausturbarnum sem langar virkilega að heyra er þegar þeir komast að því að gæinn á næsta borði er útlendingur. Hvernig lítur útlendingur út að mati Miðflokksins og Flokks fólksins?
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) November 30, 2018
Klaustur
Þetta var ekki vín; nei, þetta var meskalín.
Krakkarnir neyddu það oní mig.
Aðgengið út vont.
Við fórum öll að tala tungum.
Útlendingurinn breyttist í njósnara
Veggjunum uxu eyru;
stólarnir tóku sér selsham.
Aðrir voru samt svo miklu, miklu verri.#klausturfokk
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) December 3, 2018
https://twitter.com/raggihans/status/1069559517711454208
Hljóðupptakan af mér að segja að Sigmundur Davíð sé "óheiðarleg mörklessa með gígantísk geðræn vandamál" er misskilningur. Skrifborðið mitt er antík og ein skúffan er mjög stíf og þetta er hljóðið sem hún gefur frá sér þegar hún er opnuð. #klausturgate #klausturfokk
— Halldór Högurður (@hogurdur) December 3, 2018
Ég varð einu sinni svo full að ég skrifaði nafnið mitt með einföldu i og skúraði svo íbúðina mína uppúr handsápu. En aldrei nokkurntíma hef ég orðið svo full að það hafi hvarflað að mér að Sigmundur Davíð sé góður maður. #Klausturgate
— Bylgja Babýlons (@bylgja_babylons) November 30, 2018
Ég hélt í smástund að nemendur mínir væru að gera grín að Freyju Haraldsdóttur en þá voru þau bara að færa til stólana sína. Svona getur maður nú misskilið allt og tekið úr samhengi.
— Dr Arngrímur Vídalín (@arnvidalin) December 3, 2018
Ef fólk er undrandi á því af hverju dónakarlarnir segja ekki af sér þá er kaupið og jólabónusinn sem alþingismenn þiggja kannski ákveðin skýring. Að setjast á alþingi er eins og að setjast í Lazy boy. Auðvelt að setjast, erfitt að standa upp aftur. pic.twitter.com/FJJjFgLAmU
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) December 3, 2018
Lagið sem ég gaf út árið 2011 sem allir halda að heiti "elskum þessar mellur" heitir það ekki. Það er fáránlegur misskilningur. Lagið heitir AUNT.
— Emmsjé (@emmsjegauti) November 29, 2018
Mig dreymir um að búa í landi þar sem kjörnir fulltrúar sem kalla konur ítrekað kuntur/cunts eða annað sambærilegt þurfa að segja af sér.
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) November 29, 2018
Það er í sjálfu sér fallegt að það skuli koma fólki á óvart að íslensk stjórnmál séu í raun eins og disfunktunal sólarlandarferð til Benidorm árið 1971.
— Heiða Kristín (@heidabest) November 29, 2018
SDG skammast sín! Fyrir að hafa ekki stöðvað dónaskap annarra. #klausturfuck
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) November 30, 2018
Ég er annars að fara tala núna við unglinga um jafnrétti og pólitík.
Er með óbragð í munninum og reyni að finna kraftinn til að segja að það þurfi fólk eins og þau til að breyta þessu.— Stefanía Sigurðar. (@Stefaniasig) November 29, 2018
Þið getið öll hætt að hafa áhyggjur. Viðkomandi þingmenn munu allir biðjast afsökunar á því að þið hafið móðgast yfir því sem þeir sögðu og ekki segja af sér.
— Erlendur (@erlendur) November 29, 2018
Ég er orðin svo ógeðslega þreytt á því að mæta niður á Austurvöll að mótmæla!
— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) December 1, 2018
Anna Kolbrún er að mínu mati ekki bara saklaus kona sem sat undir körlunum spúa hatri og þorði ekki að segja neitt. Hún tók þátt í ógeðslegri orðræðu gegn einum viðkvæmasta hópi samfélagsins, fötluðum konum — sem hún er menntuð í að sinna svo þetta er ekki einu sinni fáfræði!!
— Kratababe93 (@ingabbjarna) December 3, 2018
Þriðjudagskvöldið 20. nóvember gengum við @annarutkri framhjá Klausturbar á leið okkar á Mandí. Mér varð litið inn um gluggann þar sem ég sá nokkra þingmenn sitja að sumbli. Little did I know að ég væri að ganga framhjá sögunni að skrá sjálfa sig. #Klausturgate
— Gunnar Dofri (@gunnardofri) November 29, 2018
Fréttir af fordómum, kvenfyrirlitningu og óheilbrigðum viðhorfum eru sláandi. Forsætisnefnd Alþingis fer yfir málið. Mikilvægt að Alþingi grípi einnig til aðgerða. Við sem samfélag þurfum að taka á því meini sem svona orðræða skapar; þeim ótta og þeirri vanlíðan sem hún veldur.
— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) November 30, 2018
Þegar þú stelur verkefni af netinu og færð 9.5. pic.twitter.com/2sDciCcdD5
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) November 29, 2018