Mánudagur 13. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

„Landsfeðurnir hreinsa ávallt sig og sína“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Linda Vilhjálmsdóttir skáld sendi nýlega frá sér sína sjöundu ljóðabók, Smáa letrið. Hún einkennist af femínískum byltingarljóðum um formæður og fjallkonur, dömur og druslur – konur fyrr og nú, „dæmdar í óskráða ánauð / allar sem ein“.

Mynd / Hákon Davíð Björnsson

„Smáa letrið er um konur af minni kynslóð og þær sem á undan og eftir mér komu,“ segir Linda. „Hún er um það hvernig við reynum í sífellu að laga okkur að heimi sem tekur lítið eða ekki tillit til okkar þarfa og vilja – og gerir okkur erfitt eða ókleift að nota og rækta hæfileika okkar til að búa í haginn fyrir okkur sjálfar, fjölskyldur okkar og vini. Hún er um það hvernig feðraveldið hefur gert samfélag okkar ómanneskjulegt og hvernig landsfeðurnir hreinsa ávallt sig og sína þegar spillingin kemur í ljós og rísa svo upp á ný tvíefldir, falskari og grimmari en fyrr.“

„Hún er um það hvernig feðraveldið hefur gert samfélag okkar ómanneskjulegt og hvernig landsfeðurnir hreinsa ávallt sig og sína þegar spillingin kemur í ljós og rísa svo upp á ný tvíefldir, falskari og grimmari en fyrr.“

Hugmyndin að ljóðunum kom til Lindu þegar hún fann loksins sína eigin leið að femínismanum. „Þegar ég fylgdist með kvennamarsinum mikla í Bandaríkjunum í beinni útsendingu daginn sem núverandi forseti var settur inn í embætti þar vestra.“

Smáa letrið.

Rökrétt framhald
Síðasta bók Lindu, ljóðabókin Frelsi sem út kom 2015, hlaut einróma lof gagnrýnenda og einstakar viðtökur lesenda. Hún var verðlaunuð bæði heima og erlendis og meðal annars tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Einnig hlaut Linda verðlaun fyrir pólska þýðingu Frelsis á bókmenntahátíðinni „Evrópsk frelsisskáld“ vorið 2018. „Mér finnst hver bók vera í rökréttu framhaldi af þeirri sem á undan kom. Alveg frá því ég byrjaði að skrifa ljóð hefur það verið takmark mitt að gera þau þannig úr garði að engum sem byrjar að fletta í gegnum þau finnist þau óskiljanleg eða hátimbruð. Að einfalda þau eins mikið og hægt er þannig að merkingin komist vel til skila án þess að það bitni á ljóðrænni og listrænni framsetningu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -