Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Jakki af tengdapabba klikkar aldrei

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Inga Rósa Harðardóttir ólst hálfpartinn upp í Sautján-veldinu og fékk að kynnast tískubransanum vel þar í heil fimmtán ár. Hún segist hafa upplifað skemmtilegustu tískubólurnar og er sek um að koma Poplife-skóm og Punk Royal-buxum í tísku. Hún er nýhætt sem auglýsinga- og markaðsstjóri hjá íslenska Glamour og búin að landa draumadjobbinu, sem verður þó ekki upplýst um að svo stöddu. Inga Rósa er alger konu-kona og því fannst okkur tilvalið að fá hana til þess að mæla með því sem hún getur ekki verið án. Það sem kemur upptekinni mömmu í gegnum vikuna, ef svo má segja.

Farmers Market-jakkinn.

Hvaða flík er ómissandi í fataskápnum þínum? Farmers market-jakkinn minn, Kvísker, er mest notaða flíkin mín. Hann passar við allt. Þegar maður er alltaf að flýta sér þá skiptir máli að eiga eina kápu sem er klassísk en sker þig samt úr hópnum.

Hvað heitir uppáhaldsvaraliturinn þinn? Rouge Allure Ink frá Chanel í litnum 140 Rosetto og Captive frá MAC klikka ekki.

Hvaða drykkur hjálpar þér í gegnum daginn? Ég fæ mér Sjöstrand-kaffi fyrst á morgnana ásamt hveitigrasskoti og 1/2 lítra af vatni með chia-fræjum. Það er besta byrjunin á deginum og gefur mér góða orku yfir daginn.

Hvar fær maður bestu buxurnar? Ég er rosalega ánægð með Levi’s 501 skinny. Ég á þær í nokkrum litum og sniðið smellpassar mér. Svo klikkar Zara ekki – er alltaf með puttann á púlsinum með réttu sniðin og verðið er snilld.

Hvaða dress leitarðu alltaf í ef þú þarft að vera svolítið fín með stuttum fyrirvara? Gallabuxur, hvíta skyrtu og blazer af tengdapabba – svínvirkar alltaf.

Geturðu mælt með besta brjóstahaldaranum? Mín síðustu kaup voru tvennir brjóstahaldarar frá Lindex. Ég bað um mælingu og komst að því að ég hef verið í rangri stærð ansi lengi, haha! Ég er mjög sátt með þá og þeir eru á viðráðanlegu verði.

- Auglýsing -

Hvaða snyrtivörur finnast þér ómissandi í tíu mínútna förðun? Bioeffect micellar-vatnið hentar minni húð ofsalega vel, svo nota ég annaðhvort Bioeffect day serum eða Abeille Royal double R-serumið frá Guerlain. Ég vel alltaf létta farða en Chanel aqua vitalumiere og Mac Studio Waterweight eru í uppáhaldi hjá mér.
Sensai highlighting-hyljarinn reddar mér yfir vetrartímann og Sephora-augabrúnablýantur.
Maskarinn Le volume de Chanel er æðislegur en stundum sleppi ég maskara og nota varalit í staðinn, svona Noru-lúkk úr Skam.
Et voilà!

Hvað lætur þér líða vel með sjálfa þig?
Þegar ég hunskast á lappir þrisvar sinnum í viku kl. 5.45 og fer í ræktina/jóga eða í sund.
Hreyfing skiptir öllu máli fyrir mig og þetta er eini tíminn sem ég kemst óáreitt og fæ tíma fyrir sjálfa mig.

Hvar líður þér best? Ég á heima í dásamlegu húsi í 105 Reykjavík, inni í skógi.
Þar líður mér alltaf best … heima.

- Auglýsing -

Hvaða ilmur er í uppáhaldi hjá þér?
Ég hef verið áskrifandi í mörg ár að Chanel chance eau fraiche en kynntist svo Obsessed frá Calvin Klein og hann er í stöðugri notkun í dag.

Hver er uppáhaldsverslunin þín? Ég er algjör Farmers Market-stelpa, finnst alltaf gaman að koma í búðina úti á Granda.

Áttu uppbyggjandi orð eða mottó fyrir okkur?
Já, þessi er erfið en þar sem ég hef eiginlega séð um mig sjálf frá átján ára aldri þá er þetta mottó alltaf ofarlega í huga mér: „There is no elevator to success. You have to take the stairs.”
Svo klikkar „Carpe Diem“ aldrei.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -