Keppandi Gettu betur, Auður Aþena Einarsdóttir, hefur birt opið bréf til Björns Braga Arnarsonar. Hún vill að hann láti af störfum sem spyrill spurningakeppninnar Gettu betur.
Auður Aþena Einarsdóttir, keppandi Gettu betur fyrir hönd Tækniskólans 2018, hefur birt opið bréf til Björns Braga Arnarssonar, spyrils spurningakeppninnar Gettu betur sem sýnd er á RÚV.
Bréfið skrifar hún og birtir á Facebook eftir að hafa séð umfjöllun um myndskeið sem fór í dreifinu á samfélgsmiðlum í gær. Á myndbandinu, sem tekið var um helgina, sést Björn káfa á 17 ára gamalli stúlku.
Auður segir hegðun sem þessa „ólíðandi“ og segir augljóst að Björn ætti að láta af störfum sem spyrill Gettu betur vegna málsins. „Ég vil ekki vera í kringum kynferðisafbrotamann,“ skrifar Auður sem hyggst keppa í Gettu betur á næsta ári.
Bréf Auðar má sjá hér fyrir neðan:
Mynd / Ernir Eyjólfsson