Sunnudagur 12. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Upp og niður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það að koma húsi yfir höfuðið er einn af grundvallarþáttum mannlífsins. Að því leytinu til er fasteignamarkaðurinn viðfangsefni sem á sér marga snerti- og umræðufleti. Þróun hans varðar alltaf almannahag.

Undanfarin ár hefur fasteignamarkaðurinn á Íslandi bólgnað verulega út þegar horft er til verðmætis. Fasteignamat húsnæðis hefur hækkað úr tæplega 5 þúsund milljörðum árið 2015 í tæplega 7.300 milljarða árið 2018, svo dæmi sé tekið. Hækkunin milli áranna 2017 og 2018 var 13,8 prósent, en fasteignamatið er reiknað upp úr þinglýstum kaupsamningum húsnæðis.

Sem dæmi þá hefur íbúð sem keypt var árið 2015 á um 20 milljónir hækkað upp í meira en 30 á tæplega þremur árum.

Enginn staður í heiminum hefur upplifað viðlíka hækkanir á fasteignum og Ísland, á undanförnum árum, eins og ótrúlegt og það kann að hljóma fyrir einhverjum.

En nú er verulega farið að hægja á hækkun fasteignaverðs. Blikur eru á lofti á markaðnum en miklar hækkanir á undanförnum árum eiga sér rökréttar skýringar.

Ítarleg fréttaskýring um þróun fasteignamarkaðarins birtist í Mannlífi sem kom út í dag. Einnig er hægt að lesa hana í heild sinni á vef Kjarnans.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -