Dagskrárgerðarkonan Sunna Axelsdóttir lýsir stílnum sínum sem „komfí kúl“ .
„Ég held að ég myndi lýsa mínum persónulega fatastíl sem „komfí kúl“ en ég pæli mikið í efnum og sniðum og finnst best að versla í litlum búðum, helst beint frá hönnuði. Bæði af því að gæðin eru betri og miklu skemmtilegra að eiga færri vönduð föt sem maður elskar heldur en að fylla skápinn af drasli sem maður hendir síðan eftir nokkur ár. Að mínu mati er líka mun betra að styðja við íslenska hönnun og skapandi fatagerð heldur en fjöldaframleiðslu. Á Íslandi versla ég í Yeoman, Kiosk, Stefánsbúð og við ÝRÚRARÍ. Annars versla ég mikið á Netinu því oftast veit ég hvað ég vil og þá er þægilegt að leita það uppi fyrir framan tölvuskjáinn.“
„Að mínu mati er líka mun betra að styðja við íslenska hönnun og skapandi fatagerð heldur en fjöldaframleiðslu.“
Þegar talið berst að þekktum konum sem veiti innblástur segir hún þær margar. „Ef ég ætti að nefna nokkrar þá væru það: Karin Dreijer Andersson, Kate Bush, Iris Apfel, Miharu Koshi, Pussy Riot, Nawal El Saadawi og allar konur sem þora að vera tussur og druslur. Ef það er eitthvað sem allar konur ættu að eiga í fataskápnum sínum fyrir veturinn, og reyndar bara almennt í lífinu væri það eitthvað sem þeim finnst geggjað kúl en engum öðrum.“
Mynd / Aldís Pálsdóttir