Miðvikudagur 25. desember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Eitt umfangsmesta sakamál Íslandssögunnar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kafarinn Þorgeir Jónsson rifjar upp daginn sem hann fann lík á botninum við bryggjuna í Neskaupstað. Bíómynd byggð á málinu verður frumsýnd í næstu viku.

Í Mannlífi sem kemur út á morgun ræðir kafarinn Þorgeir Jónsson þann örlagaríka dag 11. febrúar árið 2004 þegar hann fann lík á botninum við bryggjuna í Neskaupstað fyrir hreina tilviljun. Líkfundurinn varð fljótlega að einu umfangsmesta sakamáli hérlendis og leiddi til dóma yfir þremur mönnum.

„Það lá á botninum alveg upp við bryggjuna og ég sá strax að þetta var manneskja, vel innpökkuð í plast og þyngd með keðjum. Mér brá virkilega við þessa sýn, skoðaði aðstæður lítillega en fór svo upp til að láta vita og biðja um að hringt yrði á lögregluna,“ rifjar Þorgeir upp.

Bíómynd sem byggð er á þessum atburðum verður frumsýnd í næstu viku. Ari Alexander Ergis Magnússon leikstýrir myndinni.

„Ég hef áhuga á mannlega þættinum í svona málum, ekki lögreglumálum sem slíkum. Það vill gleymast að gerendur í sakamálum eru líka manneskjur með tilfinningar, eiga maka, börn, foreldra, afa og ömmur,“ segir Ari.

Mynd / Þórfríður Soffía Þórarinsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -