Spænski miðillinn El Periodico segir frá framboði Jóns Gnarrs.
„Það er mér heiður að tilkynna að ég ætla að bjóða mig fram sem borgarstjóra Barselóna 2019,“ skrifar Jón Gnarr meðal annars á Twitter. Hann tekur þá fram að þeir sem kjósi hann fái ókeypis penna.
Spænski miðillinn El Periodico fjallar um málið. Þar kemur fram að nú sé grínistinn Jón Gnarr kominn fram á sjónarsviðið og sé í framboði til borgarstjóra Barselóna. Þar segir einnig að grín Jón Gnarrs hafi farið úr böndunum á sínum tíma sem endaði með því að hann varð borgarstjóri Reykjavíkur.
Í frétt El Periodico segir að Jón sé orðinn þreyttur á pólitík heimalands síns og ætli því að sjá hvað setur í Barselóna.
it is my honour to announce that I intend to run for mayor of Barcelona in 2019 on behalf of the Bacallà Party. please vote for me and you will get a free pen! Barcelona is my melona! #gnarrcelona #gnarrbarcelona pic.twitter.com/LwCQsxLKkA
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) September 28, 2018