Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Mads Mikkelsen heiðursgestur á RIFF

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt frægasta Bond illmennið á leið til landsins.

Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen verður heiðursgestur alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, í haust þar sem hann mun veita viðtöku verðlaunum hátíðarinnar fyrir framúrskarandi listrænan leik. Mads mun mæta á opnun hátíðarinnar og vera á landinu til 2. október.

Mikkelsen hefur verið boðið á hátíðina nokkrum sinnum áður en ekki þáð boðið fyrr en nú. Hátíðin stendur yfir frá 27. september til 7. október og meðal þess sem þar verður boðið upp á eru sýningar á myndum sem Mikkelsen hefur leikið í meðal annars Menn & hænsni sem er bráðfyndin svört kómedía sem er leikstýrt af Óskarsverðlaunahafanum Anders Thomas Jensen. Einnig verða sýndar myndirnar Kongelige affære, sem gerist í Danmörk árið 1770, og The Salvation sem er mynd úr villta vestrinu í Bandaríkjunum með Mikkelsen í aðalhlutverki. Leikarinn mun síðan mun taka þátt í umræðum eftir sýningu þessara mynda á hátíðinni.

Að sögn Barkar Gunnarssonar, fjölmiðlafulltrúa RIFF er Mads einstaklega ljúfur í samskiptum og engir stjörnustælar í honum. „Hann hefur til dæmis ekki beðið um smarties skál við komuna til landsins þar sem ekkert af gulu smarties sé í hrúgunni.“
Börkur heldur áfram að hrósa Mikkelsen og það er augljóst að hann er dálítið stjörnustjarfur. „Hann er þægilegur í samskiptum eins og algengt er í samstarfi við fræga Dani, þeir hafa verið skólaðir til í sósíalismanum þar sem er nánast bannað að hreykja sér. Svo gaf hann allt sitt verðlaunafé sem hann fékk fyrir síðustu verðlaunaafhendingu til flóttamannahjálparinnar, þannig að hann er mjög PC og alles, en ég held að hann reyki ekki þannig að hann er ekki alveg algjör hetja,“ segir Börkur

Mads Mikkelsen fæddist í Østerbro í Kaupmannahöfn þann 22. nóvember 1965. Hann fór seint í leiklistina, hann lærði fimleika og fór í balletskóla í Gautaborg í Svíþjóð, og starfaði sem atvinnudansari í næstum áratug áður en hann sneri sér að leiklistinni. Hann sló fyrst í gegn í dönsku bíómyndinni Pusher árið 1996 þegar hann var 30 ára gamall. Sú mynd fór víða um Vesturlönd og vakti athygli á þessum sjarmerandi leikara síðan hefur hann leikið hvert stórhlutverkið á fætur öðru og er nú einn virtasti leikari Evrópu. Hann varð síðan heimsþekktur sem illmennið Le Chiffre í James Bond bíómyndinni Royal Casino árið 2006.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -