Sunnudagur 12. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

„Það á enginn að deyja á kaldri götunni“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sycamore Tree sendir frá sér lag til minningar um Loft Gunnarsson.

Loftur Gunnarsson svaf á götunni þegar ekki var pláss í Gistiskýlinu. Hann lést 32 ára gamall. Á afmælisdegi hans, 11. september, hefur hljómsveitin Sycamore Tree gefið út lagið The Street, sem fjallar um Loft Gunnarsson og síðustu andartök í lífi hans.

„Það á enginn að deyja á kaldri götunni. Aðstæður utangarðsfólks á Íslandi eru að mörgu leyti hörmulegar og brot á réttindum þeirra. Það fæðast allir jafnir og við sem samfélag eigum að aðstoða þá sem eru í neyð,“ segja meðlimir hljómsveitarinnar, þau Gunni Hilmarsson og Ágústa Eva Erlendsdóttir. „Við sömdum og fluttum lagið The Street í minningu Lofts Gunnarssonar og helgum það baráttunni fyrir bættum aðbúnaði utangarðsfólks í Reykjavík.“

Loftur var mágur Gunna og lagið er gefið út til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. „Það er auðvelt að líta framhjá þessum hópi samfélagsins, afskrifa hann og gleyma,“ segja þau Gunni og Ágústa Eva um ástæðu þess að þau sömdu lagið og gáfu það út. „Hann lætur aldrei í sér heyra, röltir þögull um bæinn og lætur lítið fyrir sér fara, biður ekki um neitt og á sér ekki málsvara sem öskrar hátt og getur þrýst á kerfið. Hann nýtur ekki virðingar og verður fyrir fordómum og skilningsleysi. Það er okkur mikil ánægja að veita Minningarsjóðnum og þessu mikilvæga málefni lið.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -