Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Nennir ekki að safna óvinum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rauð síld er nýr hlaðvarpsþáttur þar sem þáttastjórnandinn, Heiðar Sumarliðason, fær til sín gesti og spjallar við þá um nýjar kvikmyndir og sjónvarpsþætti.

Heiðar Sumarliðason, fær til sín gesti og spjallar við þá um nýjar kvikmyndir og sjónvarpsþætti j hlaðvarpsþættinum Rauð síld.

„Við ræðum það sem er í gangi á vitrænan og lifandi máta. Greinum það sem fyrir augu ber með okkar nefi, en ég er sjálfur handritshöfundur og leikskáld og tek því mikið hlutina fyrir frá því sjónarhorni,“ segir Heiðar, spurður út í þáttinn. „Síðan fer það svolítið eftir umfjöllunarefninu hver stemning þáttarins er hverju sinni þótt ég reyni eftir fremsta megni að hafa hann léttan og skemmtilegan. Til dæmis fjallaði ég um nýju Mission Impossible-myndina ásamt Hrafnkeli Stefánssyni sem er meðal annars höfundur Borgríkis 1 og 2 og við hlógum eiginlega svo mikið að það var hálfvandræðalegt.“

Hingað til hafa fjórir þættir litið dagsins ljós. Þrír helgaðir nýjum kvikmyndum, The Meg, Hereditary og fyrrnefndri Mission Impossible-mynd og einn tengdur sjónvarpi, þar sem Heiðar og kvikmyndagerðarmaðurinn Kristján Kristjánsson tóku fyrir Sharp Objects og Who is America. „Í byrjun september verður í fyrsta skipti viðtal en þá ætla ég að tala við Jóhannes Hauk Jóhannesson leikara um öll þessi verkefni hans sem hafa hrúgast inn núna á haustmánuðum; Alpha, The Innocents og The Sister Brothers,“ segir hann. „Í næstu viku fæ ég síðan til mín Bryndísi Ósk Ingvarsdóttur sviðslistakonu. Við ætlum að ræða Netflix-þáttinn Insatiable sem gerði PC-fólkið alveg vitlaust þó að það hafi ekki einu sinni verið búið að sýna þættina. Við ætlum fjalla um hvort allt þetta havarí eigi rétt á sér.“

Spurður að því hvað hafi orðið til þess að hann reið á vaðið með Rauða síld segir Heiðar að til sé fjöldi erlendra hlaðvarpsþátta um kvikmyndir og sjónvarp en fátt jafnist á við að fá umfjöllunarefnið á sínu ylhýra og eftir því sem hann veit best, er Rauð síld eini þátturinn sinnar tegundar á íslensku sem er í gangi akkúrat núna. „RÚV sinnir svona umfjöllun auðvitað að einhverju leyti og gerir það vel en svo stórt batterí er hins vegar því marki brennt að það er ekki hægt að nálgast umfjöllunina á marga vegu. Þáttur eins og Rauð síld gæti til dæmis aldrei verið þar á dagskrá, hann er allt of óformlegur og léttur.“

Þá segir hann áhugann á því að fara af stað með þáttinn hafi líka kviknað eftir að hann fjallaði reglulega um menningu í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu og var með sérstakan hlaðvarpsþátt um íslenska leiklist. „Ég var hins vegar orðinn svo hræddur um að sá þáttur myndi ekki skila mér neinu nema óvinum að ég ákvað á endanum að hætta með hann,“ segir hann og hlær. „Kosturinn við Rauða síld er aftur á móti sá að nánast enginn sem fjallað er um í þættinum mun hlusta á hann. Þannig að ég get kannski eytt korteri í að gera grín að Tom Cruise án þess þó að það kippi sér einhver upp við það. Í mesta lagi er það markaðsstjóri einhvers kvikmyndahúss sem fer í fýlu.“

Mannlíf spurði Heiðar nokkurra laufléttra spurninga í lokin:

Ógleymanlegasta atriði kvikmyndasögunnar?
„Sennilega þegar geimveran brýtur sér leið út úr maga Johns Hurt í Alien. Ég var allt of ungur þegar ég sá hana.“

- Auglýsing -

Hvaða kvikmynd hefur komið mest á óvart?
„Sennilega Star Wars: The Last Jedi, vegna ótrúlega lélegs húmors.“

Vanmetinn leikur?
„Ég veit að hún fer í taugarnar á mörgum, en ég held svolítið upp á frammistöðu Shelley Duvall í The Shining.“

Mynd byggð á skáldsögu sem skákar frumgerðinni?
„Klárlega The Meg. Djók.“

- Auglýsing -

Ofmetnasta mynd allra tíma?
„Allt þetta ofurhetjumynda-dæmi. Get það engan veginn. Kannski bara orðinn of gamall.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -