Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Leikurinn er undirstaða alls

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Handboltakappinn Ólafur Stefánsson sendi nýlega frá sér bókina Gleymna óskin sem hann segir vera fyrir alla sem eru eða voru einu sinni börn.

Ólafur Stefánsson handboltakappi og rithöfundur.

„Gleymna óskin hét upphaflega Gleymna hjartað. Hún er saga glaðrar hreinnar óskar sem breytir sér í eins konar hrekkjalóm til að leysa eigin ráðgátu – töfrar fram eins konar alvarleik. Jafnvel hátíðleik,“ segir Ólafur um bókina.
Sagan er afleiðing ofurtrúar Ólafs á leikinn sem undirstöðu alls. Hún varð til úr reynslu hans af tónlist, íþróttum, spuna, heimspekinámi og fallegum hugleiðslu- og dansseremóníum. „Hún leitar í smiðju shamanisma, goðafræði okkar og annarra landa, núvitund og austræna heimspeki. Hún leitar í Blíðfinn, Freyju, Ásgarð, völundarhús, afann og ömmuna, töfralampa, hella, lykla, kastala og prinsessur, móðurina og pabbann, náttúruna, þulur, tímaleysi, ólógík og margt fleira,“ útskýrir Ólafur.

Bók Ólafs Stefánssonar fjallar um hreina ósk sem breytir sér í hrekkjalóm til að leysa eigin ráðgátu.

„Mér tókst með hjálp KeyWe, pælingabókarinnar minnar, að halda utan um allar hugmyndirnar og að lokum að gera textann eins stuttan og einfaldan og hægt var. Við hverja litla hugmynd teiknaði ég litla mynd. Svo komst ég að því að myndirnar mínar voru Gleymnu óskinni ekki samboðnar og því fékk ég með mér í lið einn þann besta og þægilegasta teiknara sem til er á landinu, Kára Gunnarsson. Við gengum í fóstbræðralag og fórum upp í sumarhús mömmu og úr varð dans mynda og orða.“ Útgefandi er Sögur útgáfa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -