Laugardagur 11. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Úr gjá í kamar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

MÓTSÖGNIN: Það vakti mikla athygli í síðasta mánuði þegar fregnir bárust af því að lokað hefði verið fyrir Kvennagjá í hellinum Grjótagjá í Mývatnssveit. Hellirinn hefur verið vinsæll baðstaður í gegnum tíðina, ekki síst sökum þess að frægt atriði í Game of Thrones var tekið upp þar, nánar tiltekið kynlífssena Jon Snow og Yrgitte í seríu þrjú.

Ólöf Hallgrímsdóttir, einn landeigenda, sagði í viðtali við Morgunblaðið að hellinum væri lokað vegna slæmrar umgengni. Var gripið til tímabundinnar lokunar til að vernda svæðið. „Virðing­ar­leysið er al­gjört. Það er ekk­ert farið eft­ir skilt­un­um. Þarna er fólk að hafa hægðir, þvo skóna sína, þvo leirtauið, bursta tenn­urn­ar og einnig hafa sum­ir sofið þarna í gjánni,“ sagði Ólöf í viðtali sem birtist þann 11. júlí síðastliðinn.

Þann 20. júlí birtist síðan frétt á mbl.is þar sem kom fram að Skútustaðahreppur hefði fengið samþykkta beiðni um undanþágu frá ákvæðum um grannsvæði vatnsverndarsvæða til þess að hægt yrði að heimila landeigendum að koma upp salernisaðstöðu við Grjótagjá. Mikið fagnaðarefni sem myndi þá gera ferðalöngum kleift að gera þarfir sínar í kamri en ekki spilla þeirri miklu náttúruperlu sem gjáin er. „Ég er mjög ánægður með þessa niður­stöðu en það hef­ur bara tekið allt of lang­an tíma að fá niður­stöðu í málið. Við höf­um beðið síðan í apríl,“ sagði Þor­steinn Gunn­ars­son, sveit­ar­stjóri Skútustaðahrepps, í fréttinni.

Svo var það í vikunni sem dv.is birti frétt um téða salernisaðstöðu við gjána og birti fremur ógeðfellda mynd með eftir ljósmyndarann Guðmund Ingólfsson. Á myndinni sést almenningssalerni sem er yfirfullt af mannasaur og klósettpappír – salerni sem þarf að greiða fyrir afnot af. Nú virðist því sem fólk hafi hægðir í kamrinum, ekki í gjánni, en fyrrnefndum Guðmundi blöskrar aðstaðan sem hann greiddi fyrir. „Ef við viljum að gestir okkar gangi sómasamlega um þá verðum við að bjóða upp á almennilega þjónustu til slíks,“ sagði hann í samtali við dv.is.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -