- Auglýsing -
Druslugangan var gengin niður Skólavörðustíg og niður að Austurvelli í gær, en gangan hefur verið farin árlega síðan árið 2011. Druslugangan er samstöðuganga með þolendum kynferðislegs ofbeldis og markmið hennar er að losa þolendur undan skömminni sem kynferðislegt ofbeldi á til að skilja eftir sig og skila henni þangað sem hún á heima, til gerenda.
Mörg þúsund manns mættu niður í miðbæ Reykjavíkur í gær til að sýna samstöðu og var blaðamaður Mannlífs á staðnum til að fanga stemninguna.
Borgarstjórinn Dagur B. Eggertsson stóð á Skólavörðustíg og horfði álengdar á gönguna:
Mannfjöldinn safnaðist saman við Hallgrímskirkju, þar sem gangan hófst klukkan 14.00:
Margir báru táknræn skilti í göngunni:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Mannmergðin var gríðarleg:
Meðal göngufólks var leikkonan Saga Garðarsdóttir með nýfætt barn sitt:
Og borgarfulltrúinn Sanna Magdalena:
Margir voru í sérstökum Druslugöngupeysum:
Lögreglan passaði uppá að allt færi vel fram, sem það gerði:
Og eftir gönguna söfnuðust gestir og gangandi saman á Austurvelli þar sem við tók kraftmikil dagskrá:
Myndir / Lilja Katrín Gunnarsdóttir