Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Höll minninganna: Leið Heru til Hollywood

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þær fréttir bárust í vikunni að leikkonan Hera Hilmarsdóttir, eða Hera Hilmar, hafi landað hlutverki í sjónvarpsþáttunum The Romanoffs sem koma úr smiðju höfundar Mad Men. Hera hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn, en hún leikur aðalhlutverkið í ævintýraspennumyndinni Mortal Engines sem frumsýnd verður í desember. Hera hefur verið viðloðandi leiklist frá blautu barnsbeini, og ekki úr vegi að líta á upprunann sem skapaði stjörnuna.

Hera landar hlutverki í þáttum frá höfundi Mad Men

Í leikhópi með mömmu

Hera var virk í leiklist allt frá grunnskólaaldri, en árið 1999 hélt hún ásamt leikhópnum Tröllabörn í Kramhúsinu á alþjóðlega leiklistarhátíð barna í Toulouse í Frakklandi. Þá var Hera aðeins ellefu ára gömul, en átti eflaust hæg heimatökin með að leita sér leiðsagnar í vinnunni þar sem annar stjórnandi leikhópsins var Þórey Sigþórsdóttir, móðir hennar.

Með leiklist í blóðinu

Faðir Heru er leikstjórinn Hilmar Oddsson og því má með sanni segja að hún hafi fengið leiklistargenin í vöggugjöf. Í viðtali við DV árið 2007 sagði Hera að hún hafi alltaf fengið mikinn stuðning frá foreldrum sínum eftir að ljóst var að hún myndi feta leiklistarbrautina.

„Í fyrstu reyndu þau hljóðlega að fá mig frá leiklistarbransanum, en þegar þeim var ljóst að mér var alvara studdu þau mig heilshugar,“ sagði Hera þá og bætti við:

„Ég þurfti sífellt að vera að sanna mig og það má eiginlega segja að mér hafi tekist það. En ég er þeim líka þakklát, vegna þess að þau gerðu mér grein fyrir því að maður getur ekki tekið sér neitt fyrir hendur án þess að gefa sig allan í það.“

- Auglýsing -

„Leggið nafn þessarar leikkonu á minnið“

Það gerði Hera svo sannarlega, en hún var einnig liðtæk á selló á yngri árum en lagði sellóið á hilluna til að einbeita sér að leiklistinni. Það má segja að stóra tækifærið hafi komið í menntaskóla þegar hún tók þátt í leikritinu Martröð á jólanótt í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Hera hlaut Tréhausinn fyrir frammistöðu sína, verðlaun sem leikhúsrýnarnir Hrund Ólafsdóttir og Þorgeir Tryggvason veittu áhugaleikhópum. Þorgeir lofaði frammistöðu Heru á vefnum leiklist.is: „Leggið nafn þessarar leikkonu á minnið.“

Leikstjórinn, Guðný Halldórsdóttir, sótti sýninguna, leist vel á Heru og bauð henni hlutverk í kvikmyndinni Veðramót sem tekin var upp árið 2006. Hera heillaði áhorfendur upp úr skónum og var tilnefnd til Edduverðlaunanna fyrir hlutverk sitt sem Dísa. Síðan þá hefur leiðin aðeins legið upp á við og virðist nægur ljómi eftir í þessari íslensku stjörnu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -