Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Nafngreina lögreglumanninn í máli kvennanna þriggja

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Konurnar þrjá sem hafa sakað lögreglumann um kynferðisbrot, þær Helga Elín, Kiana Sif og Lovísa Sól, stíga fram í DV í dag og fjallað er um mál þeirra, sem Mannlíf hefur fjallað ítarlega um síðustu vikur.

Í DV í dag er lögreglumaðurinn sem stúlkurnar sökuðu um kynferðisbrot nafngreindur.

„Kiana Sif og Helga Elín hafa stigið fram á forsíðu Mannlífs, hvor í sínu lagi með viku millibili, og lýst meintum kynferðisbrotum fyrrverandi stjúpföður Kiönu Sifjar, Aðalbergs Sveinssonar, lögreglumanns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í forsíðufrétt DV um málið.

Í blaðinu er farið ítarlega yfir málið, en eins og Mannlíf hefur sagt frá bauð Kiana Sif Helgu Elínu í sumarbústaðaferð árið 2007, sem þá voru tíu ára gamlar. Í viðtali við Mannlíf sagði móðir Helgu Elínar, Halldóra Baldursdóttir, að hegðun dóttur sinnar hefði breyst í kjölfar ferðarinnar. Það var svo nokkrum árum síðar að Helga Elín sagði frá og sakaði stjúpföður Kiönu Sifjar um kynferðisbrot. Brotið var kært en málið látið niður falla.

„Tími þagnar og afvegaleiðinga er liðinn. Við krefjumst breytinga“

Nokkrum árum áður, árið 2009, hafði Kiana Sif sakað stjúpföður sinn um kynferðisbrot og þriðja stúlkan, Lovísa Sól, sem var með þeim tveimur fyrrnefndu í bekk, kærði stjúpföður Kiönu Sifjar árið 2013.

- Auglýsing -

Eins og hefur komið fram í Mannlífi voru vinur lögreglumannsins, sem er háttsettur embættismaður hjá hinu opinbera, og eiginkona hans með í umræddu sumarbústaðarferðinni. Að sögn Halldóru Baldursdóttur, móður Helgu Elínar, tók skýrslutaka yfir vinahjónunum aðeins örfáar mínútur og fór fram á skrifstofu embættismannsins. Þau hjónin og eiginkona sakbornings báru fyrir sig minnisleysi vegna áfengisdrykkju og niðurfelling málsins var meðal annars byggð á þeirra vitnisburði. Við rannsókn málsins kom fram að klámefni hafði verið haft fyrir börnunum í umræddri sumarbústaðaferð. Umrædd vinahjón voru aldrei spurð út í klámmyndaáhorfið og tölva sakbornings var ekki skoðuð. Þegar lögregla skoðaði sumarbústaðinn fór hinn meinti kynferðisafbrotamaður með á vettvang.

„Réttarkerfið á Íslandi er til háborinnar skammar“

Vinur lögreglumannsins, háttsetti embættismaðurinn, er einnig nafngreindur í umfjöllun DV:

- Auglýsing -

„Helga Elín, sem þá var 10 ára gömul, fékk að slást í för með Kiönu vinkonu sinni, Jóhönnu móður hennar og stjúpföðurnum Aðalbergi. Með í för var annað par ásamt dætrum sínum, Páll Winkel fangelsismálastjóri og fyrrverandi kona hans,“ segir í forsíðufrétt DV.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -