Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Kveikti á myndavélunum þegar allir byrjuðu að æla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Leikstjórinn Baltasar Kormákur er í skemmtilegu viðtali við The Telegraph þar sem hann ræðir um gerð nýjustu myndar sinnar, Adrift, með þeim Shailene Woodley og Sam Claflin í aðalhlutverkum. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og fjallar um par sem lendir í einum versta fellibyl allra tíma. Í byrjun fyrrnefnds viðtals byrjar Baltasar á því að rifja upp hugleiðingar sínar við gerð myndarinnar Everest sem kom út árið 2015, þar sem hann vaknaði eldsnemma á morgnana í -30°C frosti.

„Hvað í andskotanum er að mér?“ rifjar Baltasar upp. „Af hverju er ég hér þegar ég gæti verið heima með fallegu eiginkonu minni og börnum? Það var eitt andartak sem ég hugsaði: Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér í?“ bætir hann við.

Baltasar ákvað að endurgera efni Adrift í miðju Kyrrahafinu í staðinn fyrir að geta notið þæginda inni í myndveri.

„Hafið kallar fram raunverulegar tilfinningar,“ segir hann í viðtalinu og heldur áfram. „Ég elska hvernig það gerir leikara berskjaldaða. Við áttum að skjóta senu með úfnum sjó en það var sólskin og fallegt veður. Fólk tók sjálft og sagði: „Ég trúi því ekki að við fáum borgað fyrir þetta.“ Klippt í tvo tíma síðar og þau voru að kasta upp og tökuliðið var berandi fötur fullar af ælu í burtu. Þá vorum við tilbúin til að kveikja á myndavélunum. Þetta er eitthvað raunverulegt og mér finnst það áhugavert.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -