Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Fjögur ráð til að breyta kjördegi í kjörfjör

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Mikið er talað um að kjörsókn eigi eftir að dvína þar sem Íslendingar eru orðnir leiðir á kosningum, og skildi engan undra. Það þarf hins vegar ekki að vera íþyngjandi að kjósa en ef að þú ert ein/n af þeim sem finnst drepleiðinlegt að kjósa og sérð ekki tilganginn í að keyra á stað til þess eins að setja lítið X á miða þá erum við með fimm skotheld ráð til að breyta kjördegi í kjörfjör.

1. Háleynileg aðgerð

Ímyndaðu þér að þú sért í þætti af 24 þar sem þú ert að keppa við tímann til að bjarga heiminum. Búðu þess vegna til kapphlaup á kjörstað án þess að nokkur sjái. Gefðu þér aðeins visst margar mínútur til að koma þér á kjörstað, inn í kjörklefa og setja x við þinn flokk. Ímyndaðu þér að það sé einhver á höttunum eftir þér og búðu til spennu sem drífur þig áfram. Passaðu þig samt að gera þig ekki of grunsamlega/n svo þú fáir nú örugglega að kjósa.

2. Haltu fyrirpartí

Bjóddu fullt af vinum og ættmennum í fyrirpartí þar sem þú býður upp á kosningatengdar veitingar eins og vöfflur (já, það verða alltaf að vera vöfflur), sósíalistasamlokur, lýðræðislímónaði og framsæknar tertur. Þú getur skipulagt alls kyns leiki eins og ræðukeppni þar sem hver gestur fær eina mínútu til að halda ræðu og reyna að sannfæra hina um að kjósa eins og hann, eða Hver er maðurinn? þar sem partígestum er skipt í hópa og einn úr hverju liði reynir að geta hvaða frambjóðenda er verið að tala um. Síðan fjölmenna allir á kjörstað, mettir af kjörkræsingum.

3. Klæddu þig eftir flokki

Svo getur verið einstaklega skemmtilegt að klæða sig í mjög „bókstaflegan“ klæðnað eftir því hvað þú kýst. Ef þú ert hliðholl/ur Pírötum geturðu tekið þér sjóræningjann Johnny Depp úr Pirates of the Caribbean til fyrirmyndar og jafnvel fengið gúmmísverð lánað hjá krökkunum til að fullkomna útlitið. Ef Sjálfstæðismenn heilla þig mest er lykilatriði að vera í vel pressuðum jakkafötum, jafnvel djúpbláum og ekki gleyma bláa bindinu. Ekki væri verra ef þú gætir mætt með uppstoppaðan Fálka, en Fálkabangsi dugar líka. Eldrauð múndering fyrir Samfylkinguna klikkar ekki og VG-ingar sóma sér vel í lopapeysu haldandi á latte með stórri skeið. Svo væri synd að missa af Miðflokks-búningatækifæri ef sá gállinn er á manni, en þar liggur beinast við að klæða sig upp sem víkingur. Þetta getur ekki verið leiðinlegt!

- Auglýsing -

4. Illu er best aflokið

Ef ekkert af þessu heillar þig þá er það kannski bara ekkert fyrir þig að hafa gaman. Vaknaðu þá bara eldsnemma og drífðu þig hreinlega á kjörstað. Kjörstaðir opna klukkan 9 og reyndu að vera mætt/ur fimm mínútum fyrir til að geta gengið hreint til verks, þrammað í kjörklefann, sett þitt X og farið svo heim að sofa. Svo ekki sé minnst á Facebook-færsluna sem þú getur skrifað þar sem þú montaðir þig yfir því hvað þú sért mikill lýðræðissinni og morgunhani.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -