Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Næstum því fullkomið framhald hjá Benna Erlings

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasta mynd Benedikts Erlingssonar, Kona fer í stríð, hefur fengið glimrandi dóma á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Gagnrýnandi The Guardian gefur henni þrjár stjörnur og segir að Benedikt sé með næmt auga fyrir hugmyndum, senum og myndmáli. Þá lofar gagnrýnandi leikkonuna Halldóru Geirharðsdóttur í aðalhlutverkinu og segir frammistöðu hennar bæði „aðlaðandi og geðþekka.“

Gagnrýnandi Variety tekur í sama streng og segir að Halldóra, í hlutverki aðgerðarsinnans Höllu, sé stórkostleg og að hún gefi myndinni vissa vigt. Í myndinni leikur Halldóra kórstjórann Höllu sem lýsir yfir stríði á hendur allri stóriðju á Íslandi. Þá lofar gagnrýnandi einnig Benedikt í leikstjórasætinu.

„Er eitthvað sjaldgæfara en gáfuleg mynd sem lætur manni líða vel sem veit hvernig á að tækla brýn alheimsvandamál með húmor að vopni en einnig mikilli réttlætiskennd? Ekki leita lengra en að Konu í stríði, yndislega íslenskri (þar sem mig vantar betra lýsingarorð) mynd eftir Benedikt Erlingsson, næstum því fullkomið framhald af Hross í oss.“

Hann hrósar líka kvikmyndatökustjóranum Bergsteini Björgúlfssyni og segir hann meistara í að fanga hljóðláta fegurð íslensks landslags. Sama segir gagnrýnandi The Hollywood Reporter og bætir við að það kæmi ekki á óvart ef myndin yrði seld til Evrópulandanna, en einnig um heim allan, sökum þess hve mikilvægt viðfangsefnið er.

Kona fer í stríð hefur hlotið tvenn verðlaun í Cannes, annars vegar SADC-verðlaunin sem samtök handritshöfunda og tónskálda veita á Critic’s Week, hliðardagskrá kvikmyndahátíðarinnar og hins vegar Gyllta lestarteininn sem eru veitt af kvikmyndaunnendum úr hópi lestarstarfsmanna sem sækja Critic’s Week.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -