Þrjú þúsund krónur kostar að taka flugrútuna til Keflavíkur og annað eins til baka eða samtals 6.000 krónur. Töluverð umræða spannst um málið á Twitter í vikunni þar sem netverjar voru ekki á einu máli um það hvort betra væri að taka rútu á völlinn eða fara á bílnum og geyma hann í langtímastæði með tilheyrandi kostnaði.
Til samanburðar hljóðar tilboð Wow air til fjölmargra Evrópulanda upp á 4900 til tæpra 7000 króna aðra leið. Það getur því margborgað sig að redda sér ókeypis fari út á Keflavíkurflugvöll báðar leiðir eða fá einhvern til að skutla sér vestur eftir á bílnum.
Til samanburðar kostar svo farið frá Reykjavík til Selfoss með strætó 1.840 krónur aðra leiðina og 3.680 báðar leiðir. Leiðin frá Reykjavík til Selfoss og frá Reykjavík til Keflavíkur er álíka löng.