Forsvarsmenn Eurovision-keppninnar fengu nokkra keppendur úr fyrri undanúrslitariðlinum til að taka þátt í áskorun, eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Áskorunin var einföld, að keppendur veldu sér annan tónlistarstíl til að syngja lagið sitt í.
Meðal þeirra sem tóku þátt í áskoruninni var Ari okkar Ólafsson með lagið Our Choice. Það kemur kannski á óvart að Ari myndi syngja lagið í kántrístíl ef hann þyrfti að velja sér einhvern annan stíl til að syngja í keppninni.
Sjá einnig: Ari heillaði Portúgali upp úr skónum.
Kántrí-Ara má sjá þegar rétt rúmlega mínúta er liðin af myndbandinu:
Ari stígur á svið í Altice Arena-höllinni í Lissabon annað kvöld, þriðjudagskvöldið 8. maí. Hann er annar í röðinni í fyrri undanúrslitariðlinum. Ef allt gengur að óskum kemst hann áfram í úrslit sem fara fram laugardagskvöldið 12. maí.
Sjá einnig: Ari setur poppaða dansútgáfu af Our Choice í loftið.