Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Segja atriði Ara gamaldags

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Chris, William og Padraig hjá Eurovision-fréttasíðunni Wiwibloggs settust niður og fóru yfir fyrstu æfinguna fyrir Eurovision, sem fram fór í gær í Altice Arena-höllinni í Lissabon í Portúgal.

Wiwibloggurum fannst myndavélavinna í atriði Nettu vera mikil vonbrigði.

Kumpánarnir þrír fóru í gegnum hvaða atriði komu þeim mest á óvart, hvaða atriði voru mestu vonbrigðin og síðan kusu þeir sigurvegara dagsins. Alls æfðu fulltrúar tíu landa sín atriði í gær og í dag æfir restin af þeim löndum sem keppa í fyrri undanúrslitunum, alls níu talsins.

Alekseev frá Hvíta-Rússlandi kom á óvart með lagið Forever.

Þau atriði sem komu þeim félögum mest á óvart í gær voru lögin frá Hvíta-Rússlandi og Albaníu, en mestu vonbrigðin voru hins vegar lögin frá Búlgaríu, Belgíu og Ísrael, en margir veðbankar spá því að hin ísraelska Netta fari með sigur af hólmi í aðalkeppninni þann 12. maí næstkomandi.

Sjá einnig: Það sem býr á bak við brosið

Chris, William og Padraig eru á því að fulltrúar Eistlands, Tékklands, Hvíta-Rússlands, Albaníu og Litháen hafi staðið sig best á þessari fyrstu æfingu.

Í myndbandinu hér fyrir neðan minnast þeir einnig á framlag Íslands, Our Choice, þar sem þeir segja sviðssetninguna vera gamaldags en að söngvarinn Ari Ólafsson syngi lagið óaðfinnanlega:

- Auglýsing -

Hér má svo sjá samantekt frá þessari fyrstu æfingu:

- Auglýsing -

Myndir / Andreas Putting (eurovision.tv)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -