Framleiðslufyrirtækið Join Motion Pictures leitar nú að stúlku á aldrinum fimm til sjö ára til að leika aðalhlutverk í nýrri stuttmynd.
Join Motion Pictures var stofnað árið 2007 af framleiðandanum Antoni Mána Svanssyni og leikstjóranum Guðmundi Arnari Guðmundssyni. Þetta tvíeyki vakti fyrst heimsathygli árið 2013 með stuttmyndinni Hvalfjörður, eða Whale Valley, sem sópaði til sín verðlaunum, þar á meðal á kvikmyndahátíðinni í Cannes þar sem myndin hlaut sérstök dómnefndarverðlaun.
Join Motion Pictures framleiddi einnig kvikmyndina Hjartastein, sem Guðmundur Arnar leikstýrði og skrifaði, en sú mynd hefur hlotið hátt í fjörutíu verðlaun hér heima og erlendis, og Vetrarbræður eftir Hlyn Pálmason sem státar af yfir tuttugu verðlaunum.
Áhugasamir foreldrar eru beðnir um að senda nýlegt myndbrot eða myndir af dætrum sínum á [email protected], ásamt upplýsingum um aldur, hæð og helstu áhugamál eigi síðar en sunnudaginn 8. apríl.