Fimmtudagur 9. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Mikilvægt að elska sjálfan sig

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Eir Bolladóttir, sóknarprestur í Akureyrarkirkju, segir fermingarfræðslu vera stóran hluta af þeim tímamótum sem felast í því að fermast. Að hennar mati er mikilvægt að nota fræðsluna til að
brýna fyrir fermingarbörnum að virða og elska sjálfan sig.

„Ég er mikið að tala um ­­sjálfsmynd þeirra í ferm­ingafræðslunni, hjálpa þeim að finna styrkleika sína og segja þeim hvað Guði elski þau mikið með því að vísa í sögur Jesú frá Nasaret,“ segir Hildur Eir og bætir við að megininntak fermingarfræðsl­unnar eigi að vera forvörn gegn kvíða, sjálfshatri og samanburð­armenningu vegna þess að krakk­arnir séu einmitt á þeim aldri þar sem maður finni sér allt til foráttu. „Þar kemur Jesús sterkur inn með allar sínar dæmisögur.“

Spurð hver sé algengasta spurningin sem hún fái í fermingarfræðslunni segir Hildur krakkana oft vilja vita hvernig trú ­hennar sjálfrar sé. Hvort hún trúi bókstaflega öllu sem standi í Biblíunni.

„Þá svara ég að bókstafstrú sé í besta falli ógagnleg og versta falli hættuleg. Við tölum til dæmis um kraftaverkin sem Jesús framkvæmdi og skoðum bakgrunn að­­stæðna. Var Jesús raunverulega að gefa Bartimeus sjón eða var hann að gefa honum innri sýn og trú á sjálfan sig svo hann væri ekki blindur á eigin möguleika og getu. Svona skoðum við sögurnar og lærum af þeim.“

Finnst þér krakkar hugsa öðru­vísi í dag en áður fyrr. Liggur þeim eitthvað annað á hjarta?

„Ég hugsa að þau séu á mar­g­an hátt tilbúnari til að tala um til­­­­finning­ar sínar og andlega líð­­an vegna þess einfaldlega að sam­­­­félagið hefur opnað á þann mögu­­­­leika með margvíslegum hætti. Það er kannski svona helsta breyt­­ingin sem ég sé.“

Áttu eitthvert eitt gott ráð handa ferming­arbörnum í lokin – og kannski foreldrum þeirra líka?

- Auglýsing -

„Já að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Ást er ástundun en ekki markmið.“

Mynd / Auðunn Níelsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -