Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.8 C
Reykjavik

Dásamlegir brúðarkjólar úr bíómyndum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nú eru eflaust margir í óðaönn að undirbúa sumarbrúðkaup, en eitt af því sem fer mestur tími í er að finna fatnað á brúðhjónin fyrir stóra daginn.

Tíska í brúðarkjólum er ansi margbreytileg frá ári til árs og tilvonandi brúðum fallast oft hendur vegna gríðarlegs úrvals af kjólum sem í boði er.

Við ákváðum að kíkja á nokkra goðsagnakennda kjóla úr kvikmyndasögunni og það er aldrei að vita nema þeir veiti einhverjum innblástur.

It Happened One Night, 1934

Claudette Colbert í draumkenndum kjól með stuttum ermum eftir búningahönnuðinn Robert Kalloch.

Bride of Frankenstein, 1935

Hér er Elsa Lanchester í mjög einföldum og stílhreinum kjól með slá eftir Veru West.

- Auglýsing -

Carefree, 1938

Ginger Rogers vakti athygli á hvíta tjaldinu í fallegum kjól eftir búningahönnuðina Edward Stevenson og Howard Greer.

- Auglýsing -

Gone With the Wind, 1939

Margir muna eflaust eftir Vivien Leigh í þessum tilkomumikla kjól eftir búningahönnuðinn Walter Plunkett.

The Father of the Bride, 1950

Elizabeth Taylor í svakalegum kjól eftir búningahönnuðinn Helen Rose.

Gentlemen Prefer Blondes, 1953

Það er erfitt að gleyma Marilyn Monroe í þessum einfalda kjól með fallegri blúndu eftir William Travilla.

The Graduate, 1967

Katharine Ross í klassískum kjól eftir búningahönnuðinn Patricia Zipprodt.

Funny Girl, 1968

Barbra Streisand í síðum kjól með fullt af smáatriðum eftir búningahönnuðinn Irene Sharaff.

Coming to America, 1988

Shari Headley stal senunni í þessum fagurbleika brúðarkjól eftir Deborah Landis.

Father of the Bride, 1991

Kimberly Williams gekk upp að altarinu í hefðbundnum kjól eftir Susan Becker.

Romeo + Juliet, 1996

Brúðarkjóllinn sem Claire Danes klæddist var afar látlaus en hann var hannaður af Catherine Martin.

Emma, 1996

Gwyneth Paltrow var klædd í rómantískan kjól eftir búningahönnuðinn Ruth Myers.

Star Wars: Episode II Attack of the Clones, 2002

Tilkomumikli brúðarkjóllinn sem Natalie Portman klæddist var eftir búningahönnuðinn Trisha Biggar.

Love Actually, 2003

Keira Knightley í einföldum kjól og gollu sem skreytt var með fjöðrum.

Marie Antoinette, 2006

Kirsten Dunst hefur eflaust verið uppgefin eftir tökur í þessum brúðarkjól eftir Milena Canonero.

Sex and the City, 2008

Brúðkaupssenan var jafn dramatísk og kjóllinn sem Sarah Jessica Parker var í eftir tískugoðið Vivienne Westwood.

Bridesmaids, 2011

Atriðið þegar Maya Rudolph klæddist kjól eftir búningahönnuðinn Leesa Evans gleymist seint.

Fifty Shades Freed, 2018

Dakota Johnson í æðislegum kjól eftir Monique Lhuiliier.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -