Fimmtudagur 12. desember, 2024
5.8 C
Reykjavik

Náði oft ekki að sofna út af kynferðislegu áreiti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eftir hinu kröftugu og mögnuðu #metoo herferðina, sem ég leyfi mér að segja að við erum flest alveg ótrúlega þakklát fyrir. Þá hef ég þessa löngun til að varpa ljósi á nýja hlið á #metoo, og ég vona að hún sé viðeigandi,“ skrifar ljósmyndarinn Helgi Ómarsson í áhrifamiklum pistli á Facebook-síðu sinni.

Helgi er samkynhneigður og vill með pistlinum varpa ljósi á þann veruleika sem hann hefur lifað við sem maður sem hrífst af öðrum mönnum. Helgi gaf Mannlífi góðfúslegt leyfi að birta pistilinn.

Gripið í klof og rass

„Sem samkynhneigður karlmaður, þá hef ég ekki alveg fundið minn sess í þessari #metoo umræðu, nema bara allan minn hjartans stuðning gagnvart kvenna. Ég er karlmaður sem heillast af karlmönnum. Ég hef lent í ýmsu í gegnum síðustu tæplega tíu ár sem ég hef verið útúr skápnum og samþykkt að ég heillast að sama kyni. Mín fyrstu ár útúr skápnum var mér smá misskilningur innra með mér, þar sem ég hélt að ég þyrfti að sætta mig við það sem gerðist innan queer kultúr landsins ef svo má orða,“ skrifar Helgi og bætir við að hann hafi sætt sig við ýmislegt sem hann gerir sér grein fyrir í dag að hafa ekki verið í lagi.

„Nú var ég hommi, og það þýddi að ég þurfti að veita vinkonum ráð, sætta mig við að hinir hommarnir á skemmtistöðunum voru ágengir, gripið í klof, rass, áreittur, af bæði karlmönnum og kvenmönnum einnig. Allt útaf því að ég var nú hommi, þetta er greinilega það sem við eigum bara að sætta okkur við. Mjög kynvæð menning en þar hef ég aldrei fundið mig. Ég veit ekki hversu oft í gegnum tíðina, ég hef komið heim af lífinu og ekki geta sofnað vegna áreiti sem ég varð fyrir. Farið inná buxurnar mínar, haldinn niður því ég átti að kyssa þessa eldri konu eða þennan sterka mann. Ég var nokkuð vissum að þetta var bara eitthvað sem var partur af þessu, og ég þyrfti bara að kyngja því og halda áfram og reyna setja mínar grensur, rétt eins og kannski konum líður.“

Finnur enn fyrir ógleðinni

Hann segir þessi ár hafa haft mikil áhrif á sig.

„Margt af því sem hefur gerst fyrir mig liggur enn í mér, og ef þetta poppar upp í hausnum á mér, þá finn ég fyrir ógleðinni sem ég man eftir.“

- Auglýsing -

Helgi flutti til Kaupmannahafnar fyrir tæpum sex árum síðan og hefur haldið sig frá skemmtanalífinu.

Eftir að ég flutti til Kaupmannahafnar, fyrir tæpum sex árum hef ég farið inná Gay stað, kannski sex sinnum. Því þar er þetta örugglega tíu sinnum grófara, og ég finn ekki minn sess. Þetta er bara ekki ég. Ég hef síðan ég flutti haldið mér frá skemmtanalífinu hér, því ég hreinlega fæ mig ekki til þess,“ skrifar hann og heldur áfram.

„Með þessum skrifum, vil ég varpa ljósi á skuggahliðar gay kúltúrsins og kannski reyna ná til þeirra sem hafa svipaðar upplifanir, hommar, lessur, gagnkynhneigðir og allt þar á milli og hversu hrikalega grófur hann getur verið hvað varðar kynferlislegt áreiti. Við megum líka stíga fram og segja frá. Gay kúltúr á ekki að taka neitt af okkur, því við eigum okkur líka sjálf. Við þurfum ekki að sætta okkur við kynferislegt áreiti heldur.

Ef þið spyrjið mig, þá eiga ekki bara gagnkynhneigðir karlmenn að hugsa sig tvisvar um og læra um #metoo og taka herferðina til sín.

- Auglýsing -

Þetta hefur blundað í mér í marga mánuði, og hér er það sem mig langaði að segja.

Áfram #metoo, áfram konur, karlar, samkynhneigðir, gagnkynhneigðir og allir þarna á milli. Breytum til hins betra.“

Hér fyrir neðan má sjá pistilinn í heild sinni:

Texti / Lilja Katrín
[email protected]

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -