Fimmtudagur 2. janúar, 2025
1.8 C
Reykjavik

Múffur eru fullkomið nesti

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Múffur eru handhægar og þægilegar í nestisboxið og eru einstaklega fljótlegar og einfaldar í bakstri, tekur varla meira en 30-40 mínútur. Það er því tilvalið að skella í þær að morgni ferðadags og hafa með sér brakandi ferskar eða eiga frystar og láta þær þiðna í bakpokanum.

 

Eggjamúffur með skinku og osti

8-10 stk. (stórar)

2 ½ dl hveiti

2 tsk. lyftiduft

½ tsk. salt

1 ½ dl mjólk

- Auglýsing -

2 egg

50 g smjör, brætt

2-3 greinar ferskt tímían eða blóðberg

- Auglýsing -

nýmalaður svartur pipar

100 g rifinn ostur

100 g skinka, skorin smátt

3 hrærð (scrambled) egg, sjá uppskrift

Hitið ofn í 185°C. Blandið hveiti, lyftidufti og salti saman. Pískið saman mjólk og egg í annarri skál, bætið bræddu smjöri og tímíani saman við ásamt pipar og blandið vel. Setjið ost og skinku út í vökvann og hellið síðan saman við þurrefnin ásamt hrærðu eggjunum. Hrærið létt saman í nokkrum handtökum og skiptið deiginu niður í múffuform. Bakið í 25-30 mín.

Hrærð egg

3 egg

gróft sjávarsalt

nýmalaður svartur pipar

olía til steikingar

Pískið saman egg, salt og pipar. Hitið olíu á pönnu og hellið eggjunum út á.

Hrærið rólega í eggjunum þar til þau eru elduð. Látið kólna lítillega áður en þeim er bætt út í deigið.

Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir Myndir / Íris Dögg Einarsdóttir Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -