Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Skemmtilegar staðreyndir um súkkulaði – Kynorkuaukandi og bætir minni

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér koma sjö skemmtilegar staðreyndir um súkkulaði.

 

Kakóbaunin er upprunnin í Mið- og Suður-Ameríku, talið er að fólk þar hafi byrjað að rækta kakóbaunir um 1250 f.Kr. og jafnvel fyrr. Kakó var hluti af menningu Maya og Azteka þar sem kakódrykkir voru hluti af trúarlegum athöfnum. Aztekar mátu baunina svo mikils að hún var notuð sem gjaldmiðill í viðskiptum.

Kakóplöntunni er oft skipt niður í tvær gerðir, aðra sem gefur af sér hágæðakakóbaunir og hina sem gefur af sér venjulegar kakóbaunir sem notaðar eru í almenna iðnaðarframleiðslu. Á plöntunni vex ávöxtur en það er innan í honum sem baunirnar eru, hver ávöxtur inniheldur u.þ.b. 30-40 kakóbaunir. En baunirnar þurfa að fara í gegnum ýmis vinnslustig áður en hægt er að búa til úr þeim súkkulaði, þessi stig geta skipt sköpum um hvort úr verði gæðasúkkulaði eða ekki.

Súkkulaði hefur verið talið kynorkuaukandi og nýtti Casanova, flagarinn frægi, sér krafta þess. Hann á að hafa drukkið heilan bolla af heitu súkkulaði áður en hann hóf ástaleiki með rekkjunautum sínum.

Á tímum seinni heimstyrjaldarinnar voru nasistar Þýskalands með þá fyrirætlun að taka Winston Churchill, forsætisráðherra Bretlands, af lífi með súkkulaðistykki. Sprengjusérfræðingar Hitlers höfðu hulið sprengjur með dökkum súkkulaðihjúp og pakkað inn í gylltar og svartar pakkningar. Þeir ætluðu sér síðan að nota njósnara innan Bretlands til að koma súkkulaðinu fyrir í borðstofu stríðsráðsins. Leyniþjónusta Breta komst þó að þessu launráði og náði að koma í veg fyrir framkvæmd þess.

Spánverjar voru fyrstir til að flytja kakóbaunirnar með sér til Evrópu og þeir unnu súkkulaði úr kakóbaununum og sykri. Mynd / Heiðdís Guðbjörg

Hvergi í heiminum er selt eins mikið af súkkulaði og á flugvellinum í Brussel, búðirnar þar selja meira en 800 tonn af súkkulaði á ári hverju.

- Auglýsing -

Spánverjar voru fyrstir til að flytja kakóbaunirnar með sér til Evrópu og þeir unnu súkkulaði úr kakóbaununum og sykri. Þeir vernduðu uppskriftina sína vel og í um 100 ár voru þeir einráðir á markaði í Evrópu. Seinna láku spænskir munkar uppskriftinni og brátt fóru fleiri að framleiða súkkulaði.

Rannsóknir sýna að dökkt súkkulaði getur haft jákvæð áhrif á heilsu fólks. Einnig er talið að dökkt súkkulaði veiti betra minni og skarpari athygli með því að auka blóðflæði til heilans. Vísindamenn hafa teflt fram þeirri kenningu að dökkt súkkulaði geti hjálpað fólki að sjá betur í slæmu skyggni.

Texti / Nanna Teitsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -