Fimmtudagur 26. desember, 2024
3.8 C
Reykjavik

Tortillur – einfaldar og sjúklega góðar

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Helstu einkenni matargerðarinnar í Mexíkó eru baunir, tómatar, avókadó, chili-aldin og tortillur, sem eru þunnar kökur úr maísmjöli og svo í seinni tíð líka úr hveiti. Tortillurnar eru notaðar á ýmsa vegu og heita réttirnir eftir því. Hér eldum við tvo rétti sem kallast tacos og þá eru tortillurnar alltaf hafðar litlar, fylltar með grænmeti og kjöti og hafðar annaðhvort mjúkar eða harðar en þá eru búnar til skeljar úr þeim og þær fylltar.

Taco er afar fjölbreytt enda möguleikarnir óendanlegir þegar kemur að því að setja hráefni ofan á tortillurnar en taco hefur notið mikilla vinsælda víða um heim enda þægilegur, einfaldur og góður matur.

Við gefum ykkur líka uppskrift að tortillunum en þær eru einstaklega góðar heimagerðar þó vissulega sé líka hægt að kaupa þær tilbúnar í verslunum. Kjöt, grænmeti, krydd og sósur er á tortillunum hér en tilvalið er að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn og prófa eitthvað nýtt eða bæta við.

Djúsí kjúklinga-taco

4 tortillur

1 rauðlaukur, saxaður
1 kjúklingabringa, elduð
hnefafylli kóríander, saxað
2 tsk. chili-duft
1 dós maukaðar baunir (refried beans)
200 ml grísk jógúrt
100 g rifinn ostur
1 dl reykt chipotle-salsa (sjá uppskrift fyrir neðan)

- Auglýsing -

Hitið ofninn í 200°C. Steikið lauk upp úr olíu þangað til hann fer að brúnast bætið þá kjúklingi, kóríander, chili-dufti, salti og pipar saman við. Bætið baunamaukinu saman við ásamt grískri jógúrt, osti og salsasósu. Setjið kjúklingablöndu á hverja tortillu og lokið, raðið í eldfast mót. Bakið í  8 mín. Berið fram með salsamauki og guacamole (sjá meðfylgjandi uppskrift).

 

- Auglýsing -

Guacamole

2-3 avókadó

½ rauðlaukur, smátt saxaður
1 hvítlauksgeiri, marinn
1 msk. ferskt kóríander, saxað
safi úr einni límónu
½ tsk. salt
1 lítill tómatur, fræhreinsaður og saxaður
1 tsk. chili-duft, má sleppa

Stappið avókadó í stórri skál með gaffli. Bætið öllu öðru saman við og hrærið vel.

Heimatilbúnar tortillur

10 kökur um 8 cm í þvermál

 

200 g masa harina-maísmjöl, fæst í asískum búðum

300 ml volgt vatn

¼ tsk. salt

hreinn plastpoki

tortilla-pressa eða stór panna

 

Setjið mjöl, vatn og salt í hrærivélarskál og blandið í um 3-5 mín. Skiptið deiginu í 10 jafna hluta. Takið plastpoka og klippið í sundur svo þið fáið 2 hluta. Leggið annan hlutann á borð og eina kúlu yfir og leggið hinn hluta plastpokans þar yfir. Pressið yfir með pönnu eða tortilla-pressu. Ég notaði pönnu og gekk verkið mjög vel. Hitið pönnu við meðalhita (notið enga olíu) og steikið kökurnar á báðum hliðum 1 mín. á hvorri hlið. Góð tortilla er ekki of þykk og ekki of þunn. Það er góðs viti ef kakan lyftist á pönnunni. Hún á að vera talsvert þykkari en pönnukaka.

 

Reykt chipotle-salsa

 

100 g tómatar, skornir í bita

½ laukur, saxaður

2 tsk. chili-flögur

2 tsk. chipotle-mauk

2 msk. agave-síróp

2 tsk. sjávarsalt

50 ml hrísgrjónaedik

1 tsk. salt

½ tsk. nýmalaður pipar

1 tsk. kumminduft

 

Setjið tómata, lauk og 250 ml vatn í pott. Látið sjóða í 5 mín. hellið vatninu frá og setjið til hliðar. Hitið olíu á pönnu og setjið chili-flögurnar út á og steikið í nokkrar sekúndur. Blandið síðan tómötunum og lauknum saman við og setjið í matvinnsluvél og látið allt annað saman við og blandið vel. Hellið í pott og bætið 100 ml af vatni saman við ef blandan er of þykk. Smakkið til með salti og pipar. Salsað er best framreitt kalt.

 

Umsjón / Bergþóra Jónsdóttir

Stílisti / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir

Myndir / Hákon Davíð Björnsson

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -