Miðvikudagur 11. desember, 2024
6.8 C
Reykjavik

Alltaf með tónlist í eyrunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur, þingmaður og söngvari Spaðanna, á stórt og mikið plötusafn, en hann hlustar stöðugt á tónlist þegar hann skrifar, semur greinar, ryksugar, spjallar við vini sína eða þegar hann er aleinn og angurvær að íhuga og grúska.

„Ég er alltaf með músík í gangi og nota Spotify ótæpilega, þegar ég er að vinna, sinna húsverkum, slaka á, hlaupa, ganga, hangsa … Á svo sem engar uppáhaldsplötur en hér eru þrjár svona til að nefna eitthvað.“

Föstudagur

Truelove’s gutter (2009), með Richard Hawley.

„Sú var tíð að maður hefði fundið einhverja stuðmúsík á föstudagskvöldi en nú er það bara músík til að sitja og spjalla við sína elskuðu og góðu vini og gutla í hvítvíni. Enn betri músík til að vera einn og angurvær við. Frábær söngvari, líkur Scott Walker en ekki jafnýktur – eða Morrisey, en er samt ekki alltaf með sömu þrjá tónana og heldur lagi; ljúfar melódíur, mjúkir textar.“

Laugardagur

- Auglýsing -

Double time (1977), með Leon Redbone.

„Músík til að ryksuga við og raula með – eða semja greinar. Blús- og ragtime söngvari, últragamaldags, sambland af Robert Johnson og Hank Williams. Jóðlar og blístrar og leikur fast á gítarinn; alltaf með sólgleraugu og skrýtið skegg svo sumir héldu að þetta væri Zappa í dulargervi. Svo reyndist ekki vera, þetta var bara einhver gaur frá Kanada.“

- Auglýsing -

Sunnudagur

The weeping meadow (2004), með Eleni Karaindrou.

„Músík fyrir íhugun og grufl. Hafði hana í gangi allan tímann meðan ég skrifaði síðustu bók. Þessi kona er eitt fremsta kvikmyndatónskáld Grikkja og hefur samið við fullt af bíómyndum en þessi músík er í sérstöku uppáhaldi hjá mér, einfaldleiki og fegurð, góðar útfærslur á fallegum hugmyndum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -