Súkkulaði er frábær afurð, bæði eitt og sér og í kökur og eftirrétti.
Súkkulaðibollar
10 stk.
80 g dökkt hjúpsúkkulaði
Fylling
70 g súkkulaði, ljóst eða dökkt eftir smekk
2 msk. smjör
2 eggjarauður
u.þ.b. 5 tsk. hnetusmjör
u.þ.b. 5 tsk. hindberjasulta
Bræðið hjúpsúkkulaði yfir vatnsbaði. Penslið lítil sílíkonform að innan með þykku súkkulaðilagi, eins má nota lítil múffuform en þá er gott að hafa þau tvöföld svo að þau haldi laginu vel.
Látið súkkulaðið storkna alveg og takið súkkulaðibollana varlega úr formunum. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og takið af hitanum, hrærið smjör saman við og síðan eggjarauðum einni í einu.
Látið fyllinguna kólna alveg, hún þarf að kólna það mikið að hún bræði ekki bollana þegar henni er sprautað í þá.
Setjið fyllinguna í sprautupoka, setjið u.þ.b. ½ tsk. af hnetusmjöri og ½ tsk. af hindberjasultu í botninn á súkkulaðibollunum og sprautið fyllingunni yfir.
Sigtið kakó yfir ef vill.
Umsjón / Kristín Dröfn Einarsdóttir
Mynd / Hákon Davíð
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir