Þessi réttur eru tilvalinn í partí um helgina og aðrar veislur. Hann er sniðugur og góður hvort sem fólk kýs veganmat eða ekki.
Djúpsteiktar spínatbollur með tómata-chutney
14 stórar bollur
400 g spínat
2 msk. olía
2 ½ dl kjúklingabaunamjöl
1 tsk. rifið engifer
1 grænt ferskt chili-aldin, saxað
1 tsk. fennelduft
½ tsk. chili-duft
1 tsk. kummin
2 msk. sesamfræ, ristuð
2 ½ dl vatn
olía til djúpsteikingar
Skolið spínatið og steikið upp úr olíunni á pönnu í nokkrar mínútur. Setjið til hliðar. Blandið öllum innihaldsefnum saman við kjúklingabaunamjölið og setjið svo spínatið saman við. Búið til litlar bollur með matskeið og djúpsteikið í olíu þar til þær hafa tekið góðan lit.
Tómata-chutney
1 rauð paprika
4 tómatar, skornir í grófa bita
1 grænt chili-aldin, fræhreinsað
1 hvítlauksgeiri
3 msk. tómatmauk (tómatpúrra)
1 msk. ferskur kóríander, saxaður
1 tsk. chili-duft
1 tsk. salt
2 tsk. sykur
Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel saman. Bragðbætið með salti og chili-dufti. Berið fram með spínatbollunum.
Mynd / Heiðdís Guðbjörg
Stílisti / Hanna Ingibjörg