Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Ljúffengar sósur sem allir þurfa að kunna að búa til

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sósur spila stórt hlutverk þegar á að slá í gegn með steikinni. Hér höfum við tvær frábærar uppskriftir að ljúffengum sósum og má segja að þetta séu þær sósur sem allir ættu að eiga uppskrift að.

Villibráðarsósa

4 dl gott villibráðarsoð
1-2 dl rjómi
1 tsk. gráðostur
1-2 msk. rifsberjahlaup
salt og nýmalaður pipar
sósujafnari

Setjið allt saman í pott, hleypið suðunni upp og þykkið með sósujafnara

Þessa villibráðarsósu er auðvelt að búa til.

Piparsósa

2 msk. smjör
1 hvítlauksgeiri, marinn
1 skalotlaukur, saxaður
1 gulrót, smátt söxuð
1 sellerístöngull, saxaður smátt
2 dl rauðvín
¾ dl rauðvínsedik
½ tsk. tímían
1 lárviðarlauf
12 piparkorn, möluð gróft
2 dl nautasoð
2 msk. niðursoðinn pipar (má sleppa)
30 g kalt smjör, í bitum salt

Fullkomin með steikinni.

Brúnið hvítlauk, skalotlauk, gulrót og sellerístöngul í smjörinu góða stund. Bætið rauðvíni, rauðvínsediki, tímíani og lárviðarlaufi út í og sjóðið, án þess að hafa lok, í 10 mín.

- Auglýsing -

Bætið piparkornum og soði í og niðursoðnum pipar ef þið viljið nota hann og látið malla í 5 mín. Takið pottinn af hellunni og hrærið smjörið út í með písk. Bragðbætið með salti.

Texti / Sigríður Björk Bragadóttir
Myndir / Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir
Stílisti / Ólöf Jakobína Ernudóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -