Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Sjúkleg súkkulaðikaka með lakkríssírópi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Íslendingar eru margir sólgnir í lakkrís og því vinsælt að blanda honum saman við ýmislegt góðgæti eins og súkkulaði. Hér er yndisleg kaka fyrir þá sem elska lakkrís og súkkulaði.

Gott er að bera kökuna fram með hindberjum.

Frönsk súkkulaðikaka með lakkríssírópi
4 egg
2 dl sykur
200 g smjör
200 g dökkt súkkulaði
1 dl hveiti

Hitið ofninn í 180°C. Þeytið egg og sykur saman. Bræðið smjör og súkkulaði saman yfir vatnsbaði. Hellið súkkulaðiblöndunni út í sykurblönduna í mjórri bunu. Klæðið form með bökunarpappír eða notið sílíkonform. Hellið deiginu í formið og bakið í 25 mín. Kælið kökuna, losið hana úr forminu og setjið á tertudisk. Hellið lakkríssírópinu yfir og skreytið með hindberjum.

Lakkríssíróp
2 tsk. lakkrísduft, Raw powder Johan Bulow
1 msk. síróp, Sweet liqurice-síróp Johan Bulow
1 dl vatn
2 msk. sykur
3 tsk. maizena-mjöl
2 tsk. vatn
200 g fersk hindber

Setjið lakkrísduft og síróp í pott ásamt vatni og sykri. Hrærið maizena-mjöl og vatn saman í lítilli skál. Þegar suðan kemur upp er maizena-blöndunni bætt út í og hrært á meðan. Bíðið eftir að suðan komi aftur upp, takið af hita og kælið.

Texti/Guðrún Ýr Eðvaldsdóttir
Myndir/Rut Sigurðardóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -