Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Fljótlegur eftirréttur í miðri viku

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hér fá bláberin að njóta sín í bland við kardimommur og hnausþykka gríska jógúrt. Kardimommubragðið kemur virkilega á óvart og á vel við berin. Þessi eftirréttur getur líka verið sparilegur morgunmatur.

Bláberjasæla með grískri jógúrt og múslí
fyrir 4

300 g bláber
2 msk. hrásykur
1 msk. sítrónusafi
3 heilar kardimommur, steyttar, fræ notuð
1 tsk. sítrónubörkur
400 g grísk jógúrt
2 dl múslíblanda að eigin vali

Setjið bláber og hrásykur í pott ásamt sítrónusafa og fræjunum úr kardimommunum. Sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur. Látið berjablönduna kólna alveg. Blandið sítrónuberki saman við grísku jógúrtina. Setjið síðan berjablöndu, múslí og gríska jógúrt til skiptist í há glös og endið á því að skreyta með sítrónuberki. Gott er að kæla réttinn aðeins áður en hann er borinn fram.

Umsjón/ Bergþóra Jónsdóttir

Mynd/ Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir

Stílisti/ Kristín Dröfn Einarsdóttir

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -