„Raunsætt mat er að við getum endað á þeim stað að skólaveturinn hefjist með aðgerðum. Hættan á því er raunveruleg. Við munum samt gera allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja það,“ segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands.
„Við munum samt gera allt sem í okkar valdi stendur til að fyrirbyggja það.“
Framhaldsskólakennarar hafa lokið samningum við hið opinbera og eru við það að ljúka samningum við einkareknu skólana. Samningar leik- og grunnskólakennara hafa verið lausir frá því um mitt síðasta sumar og í gangi eru samningaviðræður við samninganefnd sveitarfélaganna með það að markmiði að ná samningum fyrir haustið. Takist það ekki telur formaðurinn einsýnt að til aðgerða komi.
Sigríður Björk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Samfok, samtaka foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, segist ekki vilja hugsa þá hugsun til enda komi til kennaraverkfalla í haust. Hún bendir á að mörg börn standi nú þegar tæpt eftir nýliðinn vetur.
Lestu nánar um málið í Mannlífi sem kom út í dag.