Glæsilegir skór sem Elísabet Bretlandsdrottning klæddist þegar hún tók við bresku krúnunni þann 2. júní 1953 hafa nú verið endurhannaðir og settir á markað á nýjan leik.
Gylltu skórnir sem Elísabet klæddist við krýningarathöfnina voru úr smiðju franska skóhönnuðarins Roger Henri Vivier (1907 – 1998). Hann sagði skóna eiga að vera „skartgripi fyrir fæturna“. Núna, 67 árum síðar, eru skórnir komnir aftur á markað.
Gherardo Felloni er í dag listrænn stjórnandi skómerkisins Roger Vivier. Felloni hefur brennandi áhuga á sögu skótískunnar og þótti tilvalið að endurhanna þessa sögulegu skó. Hann segir gömlu og nýju útgáfuna vera alveg eins en samt svo ólíka. Hann segir nýju útgáfuna vera hannaða fyrir nútímakonuna, skórnir eru léttari er þeir gömlu og með hærri og mjórri hæl.
Parið kostar upphæð sem nemur um 240 þúsund krónur.