- Auglýsing -
ORÐRÓMUR Útvarpsmaðurinn og goðsögnin Þorgeir Ástvaldsson fagnaði sjötugsafmæli sínu í vikunni.
Þorgeir á að baki glæsilegan feril í útvarpi. Hann var einn stofnenda Rásar 2 en söðlaði seinna um og réði sig á Bylgjuna í útvarpsþáttinn Reykjavík síðdegis.
Þorgeir var einnig tónlistarmaður og samdi og flutti margar perlur dægurlagatónlistarinnar. Eftir hann liggja fjölmargir sígildir smellir.
Enginn bilbugur er á sjötugum Þorgeiri sem mun áfram sinna starfi sínu í Reykjavík síðdegis …