Listaháskóli Íslands býður upp á gott úrval sumarnámskeiða og kostar aðeins þrjú þúsund krónur að sækja þau. Námskeiðin eru fyrir 18 ára og eldri en þeir sem eru með stúdentspróf geta tekið námskeiðin til ECTS-eininga.
Á meðal þess sem í boði er má nefna námskeiðið Frumkvöðlastarf innan skapandi greina: Hvernig skapa ég fyrirtæki í kringum listina? Það er hugsað fyrir listamenn og aðra sem starfa innan skapandi greina og vilja læra um nýsköpun og frumkvöðlastarf. Námskeiðið getur nýst nemendum til að stofna eigin fyrirtæki í kringum störf sín.
Annað námskeið er Óperusöngvarinn en það miðar að því að undirbúa nemendur markvisst undir áheyrnarprufur. Einnig er boðið upp á námskeið á sviði myndlistar og listkennsludeildar. Endilega skoðið úrvalið á www.lhi.is/sumarnamskeid.