ORÐRÓMUR Viðskiptablaðið hefur verið duglegt að birta fréttir af RÚV og finnur stofnunni margt til foráttu. Fjölmiðlarýnir blaðsins, Andrés Magnússon, hefur verið framarlega í flokki þeirra sem gagnrýna stofnunina.
Komið hefur á daginn að útgefandi Viðskiptablaðsins, Myllusetur, nýtti sér hlutabótaleiðina til að niðurgreiða rekstur sinn. RÚV sagði frá þessu í fréttum samhliða því að Icelandair hefði farið sömu leið.
Þetta ýfði mjög fjaðrir fjölmiðlarýnisins sem taldi fréttina lykta af hefnd vegna umfjöllunar Viðskiptablaðsins um RÚV. Umfjöllun Andrésar er þá væntanlega af sama toga …