Laugardagur 23. nóvember, 2024
-3.4 C
Reykjavik

Miðilshæfileikarnir meðfæddir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórhallur Guðmundsson fæddist 4. febrúar 1961 í Reykjavík og uppalinn í Laugarneshverfi og Vogahverfi. Þórhallur vann í Verslunarbankanum þar til hann var lagður niður árið 1990 og sneri sér þá alfarið að miðilsstörfum. Í viðtölum hefur hann sagt miðilshæfileikana meðfædda, en eftir setu á bænafundum og heimsókn í Sálarrannsóknafélag Íslands hafi mótast „ákveðnir hlutir og maður sá hvert förinni var heitið,“ eins og hann sagði í viðtali við Feyki 14. júní árið 2017.

Þórhallur starfaði með Sálarrannsóknarfélagi Reykjavíkur og Sálarrannsóknarfélagi Akureyrar. Þórhallur starfaði í útvarpi og sjónvarpi í nærri tvo áratugi. Á Bylgjunni og Stöð 2 var hann með sjónvarpsþáttinn Lífsaugað, sem flutti yfir á norðlensku útvarpsstöðina VOICE í ágúst árið 2006, en hætti í maí 2008. Þættirnir voru endurvaktir í sjónvarpi árið 2009 á SkjáEinum, en í þeim annaðist Þórhallur svokallaðar skyggnilýsingar fyrir áhorfendur í sal, og í því fólst meðal annars að hafa samband við framliðna.

Í áðurnefndu viðtali í Feyki fyrir þremur árum voru lokaorð Þórhalls: „Þegar maður deyr er spurt hvað maður lætur mikið eftir sig, en englarnir munu spyrja: Hvað hefur hann sent mörg góðverk á undan sér? Góðverkin í þessu lífi eru uppskeran í því næsta.“

Sjá einnig: Lofaði skilaboðum frá látnum föður

Sjá einnig: „Pabbi er alltaf með mér“

Sjá einnig: „Gísli er Gísli og hann er gangandi kraftaverk“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -