Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Lofaði skilaboðum frá látnum föður

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gísli Már Helgason var 12 ára gamall þegar faðir hans lést af slysförum. Bugaður af sorg fullorðnaðist hann hratt, og fimm árum seinna þegar miðill sagðist vera með skilaboð frá föður hans að handan ákvað unglingurinn að treysta því.  Í stað þess að bera skilaboð frá látnum föður segir Gísli miðilinn hafa brotið á sér, og það hafi markað líf hans. Mörgum árum síðar reyndi hann sjálfsvíg og í margar vikur var honum vart hugað líf.

Í viðtali við Mannlíf segir Gísli frá föðurmissinum, dómi yfir geranda, sjálfsvígstilrauninni, og sálarfriðnum og ástinni sem hann býr að í dag.

„Ég verð að segja eins og er, það var léttir. Mér leið bara rosalega vel, get best lýst því sem gleði,“ segir Gísli aðspurður um hvernig tilfinning það hafi verið þegar dómur var kveðinn upp yfir Þórhalli Guðmundssyni miðli vegna kynferðisbrots. Föstudaginn 5. júní staðfesti Landsréttur 18 mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Þórhalli, fyrir að hafa brotið á rúmlega tvítugum dreng árið 2010. Árið 2013 ákvað Gísli að kæra Þórhall, og mættu báðir og gáfu skýrslu hjá lögreglu, en málið fór ekki lengra, þar sem brotið var fyrnt.

Árið 2006 sagði Gísli föðursystur sinni, Ingu Sæland, þingmanni og formanni Flokks fólksins, frá málinu. „Hún varð óð yfir þessu, hún er svolítið góð í kjaftinum eins og þú hefur kannski tekið eftir,“ segir Gísli Már brosandi um föðursystur sína. „Við ætluðum á fullu í málið, en svo treysti ég mér ekki til þess að gera neitt. Ég varð eitthvað lítill og ræfilslegur í mér. Árið 2013 fann ég hins vegar að það var komið nóg, og kærði Þórhall.“

Í dag líður Gísla vel.

„Lífið er bara mjög gott, hefur bara aldrei verið svona fínt. Kominn tími til og ég get meira að segja talað um hvernig mér líður“

segir Gísli, í viðtali við Mannlíf.

- Auglýsing -

Í helgarblaði Mannlífs er einnig viðtal við Þorleif Örn Arnarsson leikstjóra sem genginn er til liðs við Þjóðleikhúsið, þar sem hans fyrsta leikstjórnarverk verður ein frægasta ástarsaga allra tíma, Rómeó og Júlía. Þorleifur Örn ræðir uppvaxtarárin í faðmi frægra foreldra og í leikhúsinu, edrúmennskuna, ástina og sorgina vegna systurmissis.

Þorleifur Örn Arnarsson
Mynd / Hallur Karlsson

Rannsókn á meintum mútum Samherja í Namibíu hefur dregist á langinn vegna COVID-19. Í samtali við Mannlíf segist Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, „vera mjög rólegur með þetta allt.“ Í Namibíu sitja sjö menn í varðhaldi vegna málsins.

Séð og Heyrt skoðar fræg ættartengsl.

- Auglýsing -

Í Mannlíf má einnig finna gómsætar uppskriftir úr eldhúsi Gestgjafans, lífstílsefni frá Vikunni, viðtöl við tónlistarmenn í Albumm, tísku, skoðanapistil og margt margt fleira.

Sérblað fylgir helgarblaði Mannlífs: Sumarið er tíminn

Gríptu Mannlíf með þér á föstudag og eigðu notalega helgi.

Lestu nánar um málið í Mannlífi

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -