George Floyd verður jarðaður í dag. Hann lést þann 25. maí í Minneapolis þegar lögreglumaðurinn Derek Chauvin lét þunga sinn hvíla á hálsi hans í tæpar níu mínútur við handtöku. Atvikið náðist á myndband, í því má heyra Floyd segja: „ég get ekki andað“ og kalla á móður sína. Mikil mótmæli hafa brotist út í Bandaríkjunum og víðar í kjölfar andláts Floyd.
Floyd, sem var 46 ára, verður jarðaður í Houston í Texas, þar sem hann ólst upp, í við hlið móður sinnar sem lést árið 2018.
Hnefaleikakappinn fyrrverandi Floyd Mayweather mun greiða fyrir útför Floyd.