- Auglýsing -
Næstu dagar einkennast af hægum vindi og hlýju lofti. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.
Þar segir að í dag verði hæg vestlæg eða breytileg átt og víða væta. Skúrir um landið sunnanvert, en dálítil rigning norðvestan til. Á Norðurlandi Eystra verður áfram létt yfir og hlýtt.
Áfram bjart yfir norðaustanlands og ekki ólíklegt að hitatölur yfir 20 stigum sjáist á því svæði, en á Suður- og Vesturlandi verður skýjað með köflum og fremur hlýtt, en einhver væta af og til.