Sunnudagur 15. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Endurskoðandi sem elti drauminn

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Freyr er íslenskur Dani eins og hann orðar það, fæddur og uppalinn í Danmörku. Hann lauk masters-gráðu í viðskiptafræði og endurskoðun og starfaði sem endurskoðandi og ráðgjafi hjá Price Waterhouse Cooper í Danmörku og vann mikið þar til hann var orðinn leiður á skrifstofuvinnunni.

„Þetta voru bara jakkaföt og bindi allan daginn“ segir Gunnar en hann segist alltaf hafa verið góður drengur sem taldi sig vera að gera það rétta í lífinu þar til hann uppgötvaði að hann vantaði lífsfyllingu.

Árið 2014 ákváð hann ásamt sambýliskonu sinni, Kasiu, að þau myndu segja upp störfum sínum í Danmörku til þess að elta drauma sína. Kasia vann skrifstofuvinnu líkt og Gunnar en hún er menntaður heimspekingur og almannatengill. Þau seldu allar eigur sínar og keyptu sér flugmiða til Suðaustur Asíu þar sem þau ferðuðust um þriggja mánaða skeið. Gunnar hefur verið áhugasamur um ljósmyndum frá 2007 en í ferðinni til Asíu ákvað hann að fara alfarið út á þá braut. Eftir dvölina í Asíu keyptu þau flugmiða til Íslands en eingungis aðra leið en Gunnari hafði alltaf langað til þess að prófa að búa á Íslandi þar sem ræturnar lágu.

Eftir komuna til Íslands var ekki aftur snúið. Hann stofnaði Instagram reikning undir heitinu „icelandic_explorer“ en á þeim tíma voru fáir Íslendingar virkir notendur. Fylgjendahópurinn stækkaði ört og beiðnir um verkefni fylgdu í kjölfarið. Í dag er Gunnar svokallaður sendiherra Canon á Norðurslóðum og eru fylgjendur hans á instagram orðnir 261 þúsund talsins og fer stækkandi.

Gunnar er með mörg járn í eldinum en sem stendur er hann í ævintýraferð um Grænland með hópi af áhugaljósmyndurum í átta daga leiðangri um Scoresbysund á tveggja mastra seglskipi frá Norðursiglingu. Ekkert netsamband er á svæðinu en áhugasamir geta fylgst með Gunnari á instagram því myndir frá Grænlandi munu birtast þar að ferð lokinni.

Nýtt Hús og híbýli er komið í verslanir.

Mögnuð ljósmynd eftir Gunnar Frey fylgir með septemberblaði Húsa og híbýla og ber myndin heitið Markarfljótsgljúfur. Um myndina segir Gunnar:

- Auglýsing -

„Gljúfrið er með stærstu og lengstu gljúfrum á Íslandi en það er allt að 200 metra djúpt. Ég kom þangað fyrst árið 2016 og svo aftur núna í sumar. Ég hafði beðið lengi eftir að geta farið þangað aftur og þá með dróna en þegar ég kom þangað í sumar var mikið rok, skýjað og rigning. Alls ekki bestu aðstæðurnar til þess að fljúga dróna. Ég ákvað hins vegar að taka slaginn og fljúga drónanum þrátt fyrir veðrið og niðurstaðan varð þessi mynd. Þetta er staður sem margir Íslendingar hafa aldrei séð þótt að flest okkar fari yfir Markarfljót á leið um Suðurlandið“.

Myndin sem fylgir nýjasta hefti blaðsins Hús og híbýli.

Ekki missa af septemberblaði Húsa og híbýla og þessari flottu ljósmynd eftir Gunnar Frey. Smelltu hér til að gerast áskrifandi að Húsum og híbýlum.

Myndir / Unnur Magna

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -