Sýningin Næsta stopp opnar í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Um gagnvirka sýningu er að þar sem nýju samgönguneti Borgarlínu og Strætó eru gerð skil á spennandi hátt.
„Uppbygging á Borgarlínu er að hefjast og innleiðing leiðarkerfis nýs samgöngunets á næsta leiti. Hvaða áhrif hefur Borgarlínan á samgöngunetið og hvernig spila Strætó og Borgarlína saman,“ segir um sýningunna.
Sýningin næsta stopp er tilvalin fyrir alla fjölskylduna þar sem upplýsingum er komið til skila á skilmerkilegan hátt.
Sýning fyrir þau sem vilja kynna sér framtíðaráform um byltingu í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Sýningin stendur yfir til 24. júní.