Laugardagur 14. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Skógareik og fiskibeinamynstur

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Við kíktum á fallega hannað eldhús hjá Kristínu Traustadóttur og fjölskyldu á Selfossi, en þau fengu innanhússarkitektinn Sæbjörgu Guðjónsdóttur til liðs við sig fyrr á þessu ári.

Hvernig eldhús vildi kúnninn fá og hver var hugmyndin með hönnuninni?

Gólfefnið er frá Harðviðarval og ljósin frá House Doctor.

Þau voru með ýmsar hugmyndir en ekki alveg ákveðin. Mikilvægt var þó að huga að aðgengi þar sem dóttir þeirra notast við hjólastól og því var ákveðið að hafa eldhúsið í „U“ með möguleika á léttu og færanlegu stálborði við endann sem myndar smáeyju. Eldri parturinn af húsinu er síðan um 1960, með fallegum tekkstiga. Viðbyggingin er nýleg og þar var notast við eik í innréttingum. Mér fannst því mikilvægt að flækja efnisvalið ekki meira og því var niðurstaðan skógareik með smálit í svo hún gulni síður eins og eikin á til að gera. Veggir voru svo málaðir í Stilltum frá Slippfélaginu og til að fá gamla lúkkið í takt við húsið voru gólfefni lögð í fiskibeinamynstur.

Mér fannst því mikilvægt að flækja efnisvalið ekki meira og því var niðurstaðan skógareik með smálit í svo hún gulni síður eins og eikin á til að gera.

 

Borðplatan er kvarts og marmari frá Granítsmiðjunni.

Var skipulaginu mikið breytt þegar farið var í framkvæmdir?
Skipulaginu var ekki breytt en áður fyrr hafði verið herbergi þar sem borðstofuborðið er og því voru stærðir á gluggum ekki eins. Það var því ákveðið að breyta þeim. Eins var dyrum inn í þvottahúsi lokað og færðar annað. Loftið var svo tekið niður fyrir innfellda lýsingu.

Innréttingin er smíðuð hjá Grindinni.

Hvað er það besta við eldhúsið?
„Aðgengið er mjög þægilegt og það er þannig hannað að ekkert drasl safnast á eldhúsbekknum. Svo er mikill kostur hvað eldhúsið ber marga gesti, en við erum líka sex í heimili svo hér er mikill umgangur enda er eldhúsið hjarta heimilisins,“ segir Kristín.

Myndir / Hallur Karlsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -